Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 Fréttir DV Hass á Sveinbjörn Árnason, eigandi Evró, hrifsaði bíllykla úr stolnum jeppa frá tveimur Hrauninu þjófum sem höfðu fest hjólhýsi við jeppann og bjuggust til brottfarar Kona sem mætti í heim- sókn á Litla Hraun síðast- liðinn miðviku- dag missti úr veski sínu tvo hassmola þegar hún opnaði vesk- ið í gestamóttöku fangelsisins. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi hvarf konan á braut strax og henni var ljóst hvað gerst hafði. Ekki náðist til hennar en vitað er hver hún er og verður hún boðuð til yfirheyrslu til að gera grein fyrir tilurð þessa fíkniefnis á næstu dögum. Styttulaust Silfurtorg Á fundi umhverfis- nefndar ísaíjarðar í síð- ustu viku var tekin fyrir ósk Skíðafélags ísfirðinga um að fá heimild til að reisa mirmisvarða á Silfur- torgi á ísafirði í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. f bréfi til nefndarinnar kemur fram að Pálmi Kristinsson arkitekt hafi teiknað minnisvarðann og hann verði um 40 sm breiður og 160 sm hár. Á minnisvarðanum er æd- unin að hafa nöfii allra ís- landsmeistara félagsins og einnig nöfn alfra Ólymp- íufara félagsins. í bókun umhverfis- nefndar kemur fram að nefndin geti ekki fallist á að minnisvarðinn verði staðsettur á Silfurtorgi án þess að það sé rökstutt frekar. Þetta kemur fram á BB.is. „Þann 19.aprll rennurút greiðslustöðvun Islensku kvik- myndasamsteypunnar. Það er því ekki furða að mér skuli liggja á því ekki eru margir dagar til stefnu," segir Friðrik Þór Friðriks- mmmmmmmmm Hvað liggur á? myndaleik- stjóri. Hann segist vera í kapp- hlaupi og langi ekki til að óvild- armenn hans kætist.„Svo er af- mælisdagur Adolfs Hitler dag- inn eftir og ég vil gjarnan ganga frá þessu fyrirþann tíma,‘‘segir mógúllinn. „Hann sagðist vera að sækja hjólhýsið fyrir Viktor. Ég spurði hvort það væri Viktor Kortsnoj," segir Sveinbjörn Árnason, ann- ar eigenda útivistarverslunarinnar Evró, sem stöðvaði tvo óprúttna þjófa að kvöldi föstudagsins langa. Sveinbjörn var ásamt sölu- manni inni í fyrirtækinu sínu að kanna verð og uppstillingar fyrir sölu á hjólhýsum og fellihýsum í aðdraganda sumarsins. Tveir dökkklæddir menn komu keyr- andi á Pajero-jeppa, bökkuðu að hjólhýsinu og mátuðu það á drátt- arkúluna. Sveinbjörn og sölumað- urinn gengu þá út og spurðu mennina hvað þeim gengi til. Eng- in fullnægjandi svör fengust hjá mönnunum tveimur, þannig að Sveinbjörn seildíst inn í bílinn og tók bíllyklana. Lagði þá annar þeirra, sá yngri, á flótta. Svein- björn segir hann hafa verið mjó- sleginn, um 1,6 metra á hæð, fremur tuskulegan, klæddan í joggingpeysu með hettu og der- húfu. Hinn komst hvorki lönd né strönd. „Við nenntum ekki að hlaupa á eftir honum. Ég var að spá í að stökkva á vespu og fara á eftir honum. En maður veit aldrei hvort þeir eru vopnaðir þessir menn,“ segir Sveinbjörn. Lögreglan var fljót á staðinn og kom í ljós að Pajero-jeppinn var stolinn úr Bakkahverfinu í Breið- holti. Annar maðurinn náðist en hinn komst undan á fæti. Vitað er með nokkurri vissu hver þjófurinn brotthlaupni er. Báðir mennirnir eru um þrítugt og hafa komist í kast „Ég var að spá í að stökkva á vespu og fara á eftirhonum." við lögin áður. Lögreglan athugar hvort tengsl séu á milli þjófnaðar- tilraunarinnar í Evró og þjófnaði á tveimur fellihýsum hjá Seglagerð- inni Ægi á skírdag. Viktor Kortsnoj er rússneskur stórmeistari í skák og er ekki talinn tengjast málinu. jontrausti@dv.is memé Sveinbjörn við hjólhýsið Svein- björn Arnason, eigandi útivistar- verslunarinnar £vró, hrifsaði billykla úrstolnum bil óprúttinna þjófa sem höfðu fest sér hjólhýsi á nlunda timanum að kvöldi föstu- dagsins tanga. SIMI: 588 4500 • 822 4502

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.