Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 Fréttir DV Hafsteinn Þór Hauksson, formaður SUS og kosningastjóri Björns Bjarnasonar, varð lögfræðingur í ráðuneyti Björns meðan blekið á prófskírteininu var enn óþornað. Ráðningin sögð tímabundin. Barist í Borg- argerði Tveimur hópum manna laust saman í hörðum slag í Borgargerði í Reykjavík á annan í páskum. Ellefu manns voru flutt á lögreglu- stöðina en sleppt að yfir- heyrslum loknum. Sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni er ennþá óljóst hvert tilefhi átakanna var en flestir þessara manna eru þekktir hjá lögreglu. Atburð- urinn átti sér stað rétt eftir hádegið og því nokkur fjöldi sem sá slagsmálin og hafði samband við lögreglu. Hóp- ur manna kom á bil að húsi við götuna þar sem húsráð- andi hafði gesti hjá sér. Að- komumennimir vom með barefli, m.a. golfkylfu sem þeir notuðu fyrst tfl að skemma bfl húsráðenda. Við það ruku hann og gestir hans út á götu og slagsmál- in hófust. í slagsmálunum meiddist húsráðandi og hef- ur hann lagt fram kæm um lflcamsárás. Hopandi Bráðnun Svínafells- jökuls veldur því að vara- samt er fyrir ferðamenn að ganga við Hafrafell í öræfum. Gönguleið frá Hafrafelli liggur að Svína- fellsjökli, en jökullinn er horfinn á löngum kafla og kominn 10 til 20 metra hár bakki meðfram honum og þar undir er djúpt lón. Ef farið er fram að brúninni er hætta á að bakkinn gefi sig, enda hefur grafið undan henni. í héraðsfrétta- miðlinum Homaflord- ur.is kemur fram að ef ferðamaður falli þar ofan í sé ekki hægt að bjarga honum. Svæðið er veg- tengt skammt austan við Skaftafellsá þar sem fjöldi ferðamanna kemur með rútum á sumrin. Fiskar mett- aðir kvikasilfri Rannsóknir á vegum mengunarvarna og mat- vælaeftirlits norska ríkisins benda til þess að kvikasilf- urmagn í stómm fiski vaxi í réttu hlutfaili við lengd fiskanna. Stórir urriðar, aborrar og geddur em með kvikasilfursmagn yfir við- miðunarreglum. Konum sem em vanfærar eða með barn á brjósti er ráðlagt að borða ekki urriða og bleikju yfir einu kflói að þyngd og mælt er með því að allir forðist að borða stóran fisk af þessum tegundum oftar en einu sinni í mánuði. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ráðið Hafstein Þór Hauksson, formann Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) og fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem lögfræðing í ráðuneyt- inu. Hafsteinn Þór útskrifaðist úr laganámi sl. mars og var því vart fyrr búinn að fá skírteini sitt er hann hóf störf fyrir Björn. Hafsteinn * Þór segir sjálfur S# ! að ráðningin sé tímabundin til tveggja mánaða vegna fæð- ingaror- lofs ann- ars lög- fræðings ráðu- neytisins og að hann eigi að sinna sifja- málum. „Ég hóf störf í ráðu- neytinu um miðjan mars og þá til tveggja mánaða. Framhaldið er óráðið og ég er alls ekki með loforð um frekari störf í ráðuneytinu." Hratt upp metorðastigann Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra vildi aðspurður ekkert tjá sig um málið. „Spurningum þínum um Hafstein Þór vísa ég til Stefáns Eirikssonar, skrifstofustjóra og starfsmannastjóra dómsmálaráðu- neytisins. Hann þekkir mál Haf- steins Þórs og aðdraganda tíma- bundinnar ráðningar hans,“ segir Bjöm í tölvupósti til DV, en hann hefur ákveðið að svara DV ekki nema skriflega „vegna innanhús- reglna, sem ég hef sett mér“. Hafsteinn var formaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, í þrjú ár og hefur átt sæti í stjórn SUS frá árinu 1997. Hann varð ritari SUS árið 1999 og 1. vara- formaður SUS árið 2001. Hafsteinn sat í stjórn Varðbergs árið 2001. Þá var Hafsteinn kosningastjóri Sig- urðar Kára Kristjánssonar, núver- andi alþingismanns, í framboði hans til formanns SUS árið 1999 og kosningastjóri Björns Bjarnasonar ráðherra árið 2002 í prófkjöri fyrir alþingiskosningarnar 2003. Framhaldið er óráðið Björn segir í áðurnefnd- um tölvupósti að þa „alranga mynd af að minnast þess, steinn Þór hafi verið kosningastjóri minn í prófkjöri haustið 2002.“ Stefán Eiríksson neitar því að ráðherra hafi haft afskipti af málinu. „Hafsteinn Þór var ráð- inn vegna þess að okkur vantaði tímabundið lögfræðing til að sinna ákveðnum málaflokkum. Það getur verið erfltt að fá menn inn í tímabundin verkefni og ég var búinn að athuga með fjóra lög- fræð inga áður en ég ræddi við Hafstein, sem við þekktum til þar sem hann var hér í svokallaðri námsvist, fyrir rúmu ári síðan. Framhald- ið er óráðið, en þetta er tíma- bundin ráðn- ing vegna leyfa og því þurfti ekki aö áuglýsa stöðuna," segir Stef- án. fridrik@dv.is Hafsteinn Þór Hauksson og Bjöm Bjarnason Kosningastjóri Björns var ráðinn í ráðuneytið strax við útskrift úr lagadeild. — Stærðfræði og geðveiki Svarthöfði er kátur í dag. Ástæð- an er sú að hann las Moggann í gær. Nú er það ekki alvanalegt að Mogginn veki Svarthöfða neitt sér- staka kæti. Sannleikurinn er sá að Svarthöfði er oftar en ekki með böggum hildar eftir að hafa lesið Moggann sinn í morgunsárið. Það er helst að minningagreinarnar kveiki stundum svolitla kátínu í brjósti Svarthöfða, en þar sem hann er þrátt fyrir allt vel upp alinn, þá reynir hann af öllum mætti að bæla þá kátínu niður. Kona Svarthöfða spyr hann að vísu stundum hví hann hristist svo allur yfir Moggan- um á morgnana en þá kann Svart- höfði ekki við að viðurkenna að hann hrist- Svarthofði ist af innibirgðum hlátri, heldur reynir að eyða talinu með óljósum athugasemdum um yfirvofandi hnerra. En í gær kætúst Svarthöfði sem sagt ósparlega yfir Mogganum og ástæðan var frétt þar sem sagt var frá rannsóknum læknisins Jóns Löve Karlssonar en hann hefur í stuttu máli sagt komist að þeirri niður- stöðu að bein tengsl séu á milli mik- illa hæfileika í stærðfræði og geð- veiki. Það eru ekki einungis stærð- fræðisnillingarnir sjálfir sem þjást af geðveiki í ríkari mæli en aðrir Hvernig hefur þú það? „Ég hefþaö mjög gott/'segir Stefán Baldursson, forseti Skáksambands fslands.„Þetta hafa verið ró- legir páskar en ég hefreyntað sinna fjölskyldu minni og vinum. Ég er líka mjög ánægöur með Skák- þing íslands sem lauknú um helgina. Það voru afar góðar aöstæður upp í orkuveitu þar sem mótið var haldið og þeir eiga þakkir skyldar. Eftir þennan mikla skákvetur held égaö skákin sé á uppleið - allavegana vonar maður það. Nú er framundan hjá mér að búa mig undir að flytja til Brussel; svo eins og endranær er nóg að gera." menn, heldur virðist sem öll fjöl- skylda sémanna sé í stórhættu að fá alvarlega geðveiki. Og þetta gladdi Svarthöfða þar sem hann var afleitur í stærðfræði £ skóla og komst aldrei lengra en að læra Pýþagórasar-regluna utanbók- ar og flaggar henni í hvert sinn sem gefa þarf einhverja stærðfræðikunn- áttu Íil kynna - a í öðru plús b í öðru er jafnt og c í öðru - en verður að vísu að viðurkenna að hann hefur afar litla hugmynd um hvað þetta þýðir. Og Svarthöfða rámar í einhver dularfull fyrirbæri sem reynt var að kenna honum í skóla - sínus og kósínus og tangens! - og eru honum enn táknmynd hinna æðstu leynd- ardóma, en hann getur ekki sagt með neinu móú hvaða félagar þetta eru. Fyrir þetta hefur Svarthöfði gjarnan skammast sín nokkuð en nú getur hann hrósað happi. Slugs og hæfileikaleysi Svarthöfða við að læra stærðfræði í skóla eru þá efúr allt saman ekki til marks um slugs og hæfileikaleysi, heldur einvörðungu heilbrigt geð Svarthöfða sem ekkert fær raskað. En Svarthöfði verður að vísu að játa að hann er síðan í gær farinn að fýlgjast grannt með konu sinni. Því hann man svo ógnarlega vel núna hvernig kona Svarthöfða hefur oft gegnum tíðina stært sig af því að hafa verið dúx í stærðfræði í 10. bekk. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.