Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 7

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 7
að styrkja fjölskyldur þeirra, er drukkn- uðu í sjó þar eystra. Eigi er mér kunnugt, hvort þessi sjóður er enn við lýði eða hvemig hann starfar ef til er. Góðtemplar var Jón Pálsson frá 4. október 1885 til dauðadags- Var hann ávallt einlægur og mikilvirkur bindindis- frömuður og styrktarmaður. Dýravinur var hann mikill og sannkall- aður verndari fuglalífsins í Reykjavík. Árið 1934 stofnaði hann með drengjum, sem stundum hafa verið 70 talsins, félag, sem heitir „Fuglavinafélagið Fönix“ og starfar það enn. Jón Pálsson var stofnandi „Sjúkrasam- lags Reykjavíkur“, en það var stofnað sem frjáls starfsemi 12. september 1909. Þetta var hið fyrsta almenna sjúkrasamlag hér á landi. Stóð þessi starfsemi til ársins Í935; er ný lög varðandi sjúkratryggingar komu til sögunnar. Fékk Jón ýmsa menn í lið með sér, en hann var formaður þess frá upphafi og siðan ávallt, og án efa þar hfið og sálin. Starfaði stjórn félagsins kauplaust, en húsnæði til skrifstofuhalds fengu þeir félagar, en þó með tregðu. — Lagði Jón feikimikla vinnu í þessa starf- semi sem fjölda fólks varð án efa til hinn- ar mestu blessunar, er veikindi báru að höndum. Formaður Bamavemdarnefndar Reykjavíkur var Jón Pálsson frá ár- inu 1932 og formaður „Sumardvala- nefndar bama“ á vegum Oddfellowa frá því árið 1914 og allt til dauðadags. Hefir hvort tveggja starfið kostað hann feiki mikla vinnu og fyrirhöfn. En Jón Pálsson taldi hvorki eftir sér spor né fyrirhöfn, er nauðsyn annarra var um að ræða. Oddfellow var hann frá 1905 og í Frí- múrarastúku frá árinu 1924. Enn er ótalinn merkilegur þáttur í starf- semi Jóns. Það er fræðimennska hans og ritstörf. Þau meðal annars em glöggur vottur þess, að honum hefir lærzt að nota tímann vel. Þessi gáfaði og gjörhuguli maður á í handriti ógrynni af fjölbreyttum fróðleik, auk fjölda blaðagreina og eftirmæla um látið fólk. Skal hér talið hið helzta: Hann hefir safnað og á í handriti öll gömlu íslenzku sálmalögin og rímnalögin, eins og þau voru simgin fram til ársins 1874 og auðvitað eitnrödduð. Hafa þessi sálmalög verið tekin á plötur og geymzt einnig þar. Skrítlusafn á hann í handriti í 7 bind- um í fjögra blaða broti. Nokkur hundruð blaðsíður, gífurlega stórt safn af alls kon- ar fróðleik, gömlum og nýjum um siði, heimilishætti, veðurfar, sjóferðir syðra og eystra, um dýra- og fuglalíf, stórt safn af sögum og ævintýrum fyrir börn, sem eigi er vitað, að aðrir eigi, ennfremur safn af sígildum íslenzkum orðum (2000 talsins) sem eigi eru í orðabók Sigfúsar Blöndal, stórt safn um samtíðarmenn og háttu þeirra, helzt neðan til í Flóa. Er hér vafa- laust margt ótalið. — Á þjóðin vonandi eftir að sækja margvíslegan fróðleik í þessi handrit þvi þar er haldið til haga fjöl- mörgu, sem ella hefði týnzt með öllu. Þess má geta um Jón Pálsson, að liann skrifaði forkunnar fagra og sérkennilega rithönd. Flest er smátt og þéttskrifað, og drýgir það drjúgum lesmálið. Jón Pálsson var mjög fjölfróður maður vinmargur, — ættfróður meðal anmars. 1 barnaskóla gekk Jón eina 9 mánuði. Það ei' hans eina skólaganga um æfina. En fróðleiksfús hefir hann verið með af- bi'igðum og aflað sér margháttaðrar þekk- ingar með sjálfsnámi einu, og með því orð- ið fær um að leysa af hendi með prýði, margháttuð trixnaðarstörf. Er dæmi hans ljós vottur þess, hve langt má komast einn- ig og eigi sízt með því að hafa opin bæði AKRANES 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.