Akranes - 01.01.1959, Side 14
enda fer batinn eftir því og kemur því
fyrr. Lyf þau, er ég nota, losa hroðann
í lungunum og sjuklingurinn kastar hon-
um upp; við það hægir honum fyrir hjart-
anu og fær svefnró“.
Isólfur nefndi meðalið, en ekki man ég
nafn þess, heldur hitt, að hann sagði það
samsett af efninu, sem mönnum mundi
eigi hugþekkt, en það væri rottueitur. Mig
minnir að hann nefndi samsetninginn
blandaða „Kransaugun“. — Efni þessi
væru algerlega ósaknæm og samsett eftir
ströngustu vísindareglum. Vildi hann helzt
sem fæst orð um þetta hafa, eins og um
ýmislegt annað, sem hann virtist eigi þora
að gera opinberlega heyrinkunn, vegna
hindurvitna alþýðumanna og hjátrúar, en
einkum þó vegna lítilsvirðingar lækna á
allri viðleitni annarra manna en þeirra
sjálfra um að vera með alls konar kák,
enda gætu þeir „frómt úr flokki talað“,
þar sem þeir væru lærðir, en hinir eigi.
Hann taldi sér því vandfarið í þessum
máliun, og virtist mér hann oft uggandi
um það, hvað hinir lærðu læknar tækju til
bragðs, ef hann færi inn á svið þeirra í
lækningatilraunum sínum, enda virtist
mér og, að honum væri eigi eins ógeð-
fellt nokkurt íslenzkt orð, sem það, er
læknar völdu honum og öðrum smá-
skammtalæknum sameiginlega og án und-
antekningar, sem niðrunaryrði, en það var
orðið „Skottulæknir11 (Sjá nánar um þetta
nafn í orðasafni mínu).
Hins vegar vissi ég, að ýrnsir lærðir
læknar, þ. á . m. Matthias Einarsson vis-
uðu fólki til ísólfs til ráða við ýmsa sjúk-
dóma, t. d. kíghósta, og segðu, „að hann
væri þar óbrigðull“, enda hafði ísólfur
vetur þann er kíghóstinn geysaði hér mest,
um eða yfir goo sjúklinga, er haldnir voru
af sjúkdómi þessum, og vissi ég eigi til að
neinn þeirra, sem hans leituðu í því efni,
dæi.
Sama máli var að gegna um mislinga,
skarlatssótt, brjósthimnubólgu, hálsbólgu,
og einkum limgnabólgu, að þar reyndist
hann ávallt óbrigðull, jafnvel þótt menn
væru mjög hætt komnir. Eru dæmi fyrir
þessu óteljandi, en Isólfur var oft tregur
til að gefa sig við nokkrum tilraunum til
lækninga, ef hann vissi, að lærðir læknar
hefðu sjúklingana undir höndum, og sagði,
að sin meðöl gerðu ekkert gagn fyrr en að
2—3 dögum liðnum eftir að meðöl lækn-
anna hefðu verið notuð, eins og áður er
sagt. Svo gagnstæðar samsetningar taldi
hann, að því væri um að ræða, og hit-
ann (temperaturer) vildi hann ekki hindra
fyrr en í síðustu lög, sem áður er sagt. —
Svo bar við eitt sinn, að Eyvindur, son-
ur Ingvars E. Sigurðssonar frá Apavatni,
fékk þunglyndisaðkast mikið, varð viti sínu
fjær, hljóp til fjalla, skar sig á háls, en
lifði þó eftir áverka mikinn og kól mjög
á fótum. Lagður var hann á Landakots-
sjúkrahús og læknaðist. Áður en Eyvind-
ur fór þaðan, bar svo við, að ég og Is-
ólfur áttum leið saman vestur í bæ og
gengum við um Túngötu. Mættum við þá
Ingvari gamla á leið frá sjúkrahúsinu heim
til sím og var hann þá að koma úr vitjunar-
ferð sinni til sonar síns. Tók ég Ingvar
tali, en ísólfur hélt lengra vestur eftir
götunni og heyrði undir væng, að við
Ingvar vorum að tala um sjúkling ein-
hvern, sem væri í sjúkrahúsinu. Sagði
Ingvar mér þá, að sonur hans væri bú-
inn að liggja þarna „i Kalinu“ um 8—9
vikna skeið, en væri nú „bráðum orðinn
góður“. Skildum við svo talinu og gekk
ég til ísólfs, er hafði beðið mín og sagði
hann þá við mig:
„Hvaða sjúkling voruð þið að tala um?
Er einhver veikur, viðkomandi Ingvari-“
„Já, Eyvindur sonur hans er búinn að
liggja í kali um 8—9 vikur, siðan hann
hljóp á fjöllin úr Laugardalnum i vetur;
14
AKRANES