Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 19
4
Pétur Magnússon.
Harm var fæddur nwSti suðri og sól, i
fögrrnn fjallahring, á Gilsbakka í Hvítár-
siðu. Bærinn stendur í miðjum hlíðar-
slakka Siðufjalls. 1 hlíðinni og við rætur
hennar er fallegur skógur, með rjóðrum og
angandi blómgresi. Umhverfið er bæði
fagurt og stórbrotið. Þar hefur Hallmund-
arhraun runnið, og er enn lítt gróið. Spöl-
kom frá rennur Hvítá, straumþung, er
hún hefur safnað saman mörgum ám
úr hálendinu, norðan austan og sunnan.
Þar ymur Barnafoss sitt sorgþrungna lag
í þröngum gljúfmm yfir börnumun, sem
þar fómst.
Þama er vetrarríki allmikið; en þar er
lika dásöm dýrð við stjömublik, og vafur-
loga himins. Þá er sumardýrðin þar eigi
minni. Hin tignu fjöll, hraunið, ilmandi
björkin og lækjaniðurinn, jafnvel þar sem
enginn lækur er þó sjáanlegur. En það
skýrist fljótt, þegar komið er niður að
Hvítá, þar sem hraunið spinnur silfurtæra
bergvatnsþræði niður í kolmórauða jökul
eðjuna.
Pétur Nagnússon
BANKASTJÓRI
10. jan. 1888 — D. 26. júní 1948.
t
Þama birtist sjónum manna fegurð og
hreinleiki eigi síður en ógn og auðn. Inn
til heiða er unnt að líta marga unaðssjón.
Allt þetta fagra og stórbrotna umhverfi er
hollur skóli hrifnæmri, hugsandi bamssál.
I þessu umhverfi var Pétur Magnússon
borinn og bamfæddur. Hann ér af góðu
bergi brotinn. Ættir Magnúsar prófasts
Andi'éssonar og konu hans, Sigríðar Pét
ursdóttur Sivertsen frá Höfn, þarf ekki að
rekja. Þar má segja, að kynborið sé í báðar
ættir, traustleiki og hógværð, góðvild og
gætni.
Heimili þeirra hjóna var mótað af
kristilegum anda, sem var leiðarljós og
mælisnúra. Frá sjónarmiði séra Magnúsar
varð menntunin að móta manngildið til
þess að þjóðinni gæti famazt vel. Hann
var nokkuð strangur og siðavandur, en
stilltur og prúður. Frú Sigríður var mikil
myndar- og mannkostakona, í mörgu lík
manni sintun, en líka að ýmsu ólík. Þar
var hjartahlýjan rik og skilningurinn á
mannlegu eðli næmur. Ástúð og umhyggja
AKRANES
19