Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 23

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 23
drepsskap eða tildur, svo nefndar séu nokkrar orsakir lélegrar kirkjusóknar nú á dögum. Sinnuleysi og ímyndaður trúar- skortur valda líka miklu þar um, enda er það svo ótal margt sem fólk getur látið glepja fyrir sér og hindra sig í kirkjusókn. Aðrir vilja kenna prestunum um, þeir séu ekki nógu hæfir kennimenn og kristilegu líferni þeirra sé ábótavant. Ekkert sé því til þeirra að sækja, enda sýni þeir sjálfir ekki kirkjunni þann áhuga og sóma, sem skildi. Enn aðrir álíta boðskap kristninnar úreltan, og ekki lengur þess megnugan að gegna þvi hlutverki sem honum var ætl- aður, enda hafi mistök kristinna manna fyrr og síðar sýnt það og sannað, svo að ekki verði um villzt. Við skulum athuga nánar þessar hindr- anir og orsakir lélegrar kirkjusóknar og safnaðarstarfs. Óttinn við það að vera talinn hræsnari vegna góðrar kirkjusóknar er nokkuð al- gengur. Stafar hann af þeirri hugsana- villu og meinloku, að þeir, sem sækja kirkjumar, séu að reyna að sýnast betri og sannkristnari menn en aðrir. Ekki er úti- lokað, að áður fyrr, og jafnvel einnig nú á seinni tímum, hafi þetta raunverulega átt sér stað í einstaka tilfellum. Kirkjan er hins vegar ekki og hefur aldrei gert kröfu til þess að vera nokkurs konar sam- komustaður dýrðlinga. Miklu fremur er hún og á að vera tilbeiðslustaður og skóli fyrir breyzka menn, í kristilegu líferni. Slíkt lífemi krefst þrautseigju og úthalds og veitir ekki af að brýnt sé fyrir flestum að minnsta kosti vikulega í hverju það lífemi er fólgið. Taka má þannig undir með sálmaskáldinu er það segir: „Enn einu sinni er ég staddm- hér, ef auðnast kynni að eg sjái’ að mér“. Þetta nám er lang- sóttara og erfiðara en flesta gmnar, en allur árangur hvað lífshamingju snertir fer eftir því. Engin völd, metorð eða vísindaleg þekking geta veitt hamingju. Með sömu rökum mætti alveg eins leiða getur að þvi, að þeir, sem ekki fara til kirkju, teldu sig vera það fullkomna menn, að ekki verði betmm bætt, og þurfi þeir hvorki á tilsögn eða náð fram- ar að talda. Sjálfsagt eru þeir fáir nú á dögum, sem álita sig óverðuga þess að ganga í guðs hús, vegna raunverulegra misgerða sinna. Slík afstaða er álíka mik- il meinloka og liinar fyrmefndu. Kirkjan er einmitt þeim ætluð, öðrum fremur, og veitir þeim sífellt ný tækifæri til þess að bæta ráð sitt, með boðskap hennar um eilífa náð og fyrirgefningu, og með hinu heilaga sakramenti. Öþarfi er að óttast það lengur hér á landi, að það þyki fínt að fara í kirkju. Höfðingjar okkar, stjórnmálamenn og vis- indamenn, fara ekki öðrum fremur í kirkju, og er ekki laust við að sumurn þeirra þyki það jafnvel ekki nógu fínt að fara þangað. Eimir ennþá eftir af þeirri gömlu skoðun á trúarbrögðumnn, sem skapaðist á gelgjuskeiði raunvísind- anna um síðast liðin aldamóti. Raunvís- indin reyndu þá að þröngva andanum inn í form efnishyggjur með óglæsilegum en lærdómsríkum árangri tveggja heims- styrjalda. Yísindamenn og menntamenn þessara ára töldu, að yfirborðsþekking og véla- menning þeirra, hefðu afsannað trúar- hrögðin og hættu þess vegna að sækja kirkjurnar. Fordæmi þeirra fylgdi síðan allur almenningur, sannfærðtn: um það, að röksemdafærslur og skjmsemisti’ú þeirra væri sú eina sann og rétta. Framrás vísindanna stöðvaðist samt ekki við þennan áfanga, og hafa þau nú þróast áfram á hærra stig, nær ljóshiu sannleikanum og trúarhrögðumnn. Þau hafa sprengt af sér fjötra efnishyggjunnar með nútima kjarnorku vísindum og um- AKRANES 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.