Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 32

Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 32
6. Fjárhagsáætlun næsta árs og reikn- ingar liðins árs. 7. öll mál sem framkvæmdastjórinn t°!- ur nauðsynlegt að þingið taki fyrir. Allsherjarþingið getur tekið til umræðu öll mál önnur en þau, sem öryggisráðið hefur til meðferðar eða þau sem teljast til „innanríkismála“aðildaiTÍkjanna. Hafi neitunarvaldið komið í veg fyrir afgreiðslu máls í öryggisráðinu, getur Allsherjar- þingið tekið það fyrir. Um svonefnd „inn- anríkismál“ hafa orðið snarpar deilur á Allsherjarþinginu, og enn hefur ekki feng- izt neitt viðhlítandi svar við spurningunni rnn, hvað hugtakið „innanríkismál“ merki. Frakkar hafa jafnan haldið þvi fram, að Allsherjarþingið hefði enga heimild til að ræða Alsír-málið, þareð Alsír væri óað- skiljanlegur hluti Frakklands síðan 1834. Á þinginu 1955 gengu Frakkar af fimdi og neituðu að sækja þingfundi eftir að ákveðið hafði verið að ræða Alsír-málið, en komu aftur þegar þingið ákvað að fresta umræðum um það. Þegar kynþátta- ofsóknimar í Suður-Afriku vom teknar til umræðu, mótmælti fulltrvii Suður-Af- riku kröftuglega og kvað hér vera um að ræða brot á Stofnskránni. Þessi spurning er svo flókin, að ógerlegt er að ræða hana að nokkru gagni hér. Rikin sem voru andvíg Frökkum og Suð- ur-Afrikumönnum bentu á, að endaþótt borgarastyrjöld eða kynþáttaofsóknir kynnu að vera „innanríkismál11, þá kæmi hér annað til greina, nefnilega almenn mannréttindi. Samkvæmt Mannréttinda- skrá Sameinuðu þjóðanna eru kynþátta- ofsóknir brot á alþjóðalögum og þessvegna heyra þær undir Sameinuðu þjóðirnar. Borgarastyrjöld (fæstir litu á stríðið i Alsír sem einbera borgarastyrjöld) getur orðið hættuleg friði og öryggi í heiminum, og þessvegna ber Sameinuðu þjóðunum að skerast í leikinn. Sameinuðu þjóðimar hafa í æ ríkara mæli reynt að koma til móts við íbúa ný- lendna eða vemdarsvæða, sem telja sig órétti beitta, og á þvi er lítill vafi að þær hafa dregið úr ofsóknum og misrétti víða um heim, ekki sízt með þvi að beina athygli heimsins til þeirra rikja sem of- ríkið fremja. Almenningsálitið í heiminum er þegar á allt er litið sterkasti bakhjarl Sameinuðu þjóðanna. I þingsköpum Allsherjarþingsins eru. engin ákvæði um það, hve margir full- trúar verði að sækja fundi, svo þingið sé ályktunarhæft. Reglan virðist vera sú að ályktun sé lögmæt, ef meirihluti viðstaddra fulltrúa greiðir henni atkvæði. Hinsvegar eru tveir þriðju hlutar atkvæða nauðsyn- legir til samþykkta í mikilvægum málum, og má flokka þau þannig: 1. Mál sem varða varðveizlu friðar og öryggis i heiminum. 2. Kosning sex fulltrúa i öryggisráðið (fastafulltrúamir fimm eru ekki kosnir). 3. Kosning átján fulltrúa í Efnahags- og félagsmálaráðið. 4. Kosning þeirra fulltrúa i Gæzluvemd- arráðið sem ekki eiga þar fast sæti (tala þeirra er breytileg). g. Upptaka nýrra meðlima i Sameinuðu þjóðimar. 6. Brottrekstur eða svipting réttinda um stundarsakir. 7. Mál sem varða framkvæmdina á gæzluvernd Sameinuðu þjóðanna. 8. Fjárhagsáæthm samtakanna og mál sem hana varða. Þá getur Allsherjarþingið sjálft ákveð- ið að tiltekin mál þurfi samþykki tveggja þriðju hluta greiddra atkvæða, og er ein- faldur meiríhluti atkvæða nægilegur til þeirrar ákvörðunar. Hin opinberu tungumál Allsherjarþings- ins em fimm talsins: enska, franska, rúss- 32 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.