Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 44

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 44
Danmerkur, sem kostaði 35000.00 krónur danskar fyrir stríð. Gamli bærinn er afar merkilegt byggða- safn, sem komið hefur verið upp á þessari öld. Þar getur að líta hús í gömlum stíl, húsgögn og borðbúnað, matarílát og fleira frá liðnum öldum. Þekktast þessara húsa er „Borgmestergaarden“, sem sézt að nokkru á myindinni frá gamla bænum. Helga og Oscar Andreassen tóku sér, eins og svo oft áður, þegar Islendinga bar að garði, hvíld frá önnum dagsins og óku okkur alla leið til Himnahseðarinnar, sem er rétt hjá Silkeborg. Héraðið í grennd við Silkeborg er þekkt fyrir mikla náttúru- fegurð, og frá baaium sigla skemmtiferða- bátar alla leið upp á Himnahæðina, þaðan er útsýni gott eftir því, sem gerist í Dan- mörku, en þar er aldrei um að ræða að virða fyrir sér mishæðir landsins í 100 kilómetra fjarlægð, eins og hægt er að gera á björtum sumardögum hér á landi. Náttúrufegurð Danmerkur er fólgin í hinu fíngerða, sem maður sér nálægt sér, í laufskrúði trjánna, blómum bithagans og korni akranna. Sá, sem aðeins skynjar fegurðina úr mikilli fjarlægð, sér aldrei náttúrufegurð í Danmörku. Jón og Gunna voru meðal þeirra, sem strax njóta hlý- leikans í danskri náttúru. Áður en til Danmerkur kom, höfðu þau ætlað sér að fara víða um lönd og m. a. heimsækja heimssýninguna í Bruxelles. Af þessu ferðalagi varð þó ekki. Dönsku skógarnir, sandströndin og gestrisni fólks- ins varð þess valdandi, að ferðaáætlunin breyttist og nú una þau hag sínum betur en nokkru sinni fyrr í vesturbænum í minningu þess, að menningu þjóðanna er ekki að finna í borgrnn og þó allra sízt í höfuðborgum, heldur í þjóðarsálinni, þar sem gróður jarðar fyllir vitin sterkum ilmi og brauðkomið vex í dökkri mold. 44 t-------------------------------- ER DAGRENNING DÁIN? -------------------------------- Ef svo væri hefur Jónas Guðmundsson — eins og vænta mátti — gert hreint fyr- ir sínum dyrum um stefnu blaðsins og túlkun efnis þau 13 ár, er tímaritið hefur lifað. Sjálfsagt em margir honiun ekki sammála um skoðanir, en þar hafa verið margar mjög eftirtektarverðar greinar run hin mikilvægustu mál, er ekki aðeins varðar hina íslenzku þjóð, heldur allar þjóðir. Má þar til nefna heimspólitízk vandamál sem standa eins og loftmælir í voðatíð frá degi til dags. Fagnaðarboð- skapur Krists hefur tekið hug hans fang- inn og hann hefur hann túlkað í riti sínu af mikilli einlægni, en opinskátt og með stefnufestu, trúaður á mátt og gildi tilveru Guðs og Krists. Jónasi er alveg ljóst, að ekkert vit verður í lifi og gjörð- um þjóðanna, fyn- en mennimir skilja þá megin nauðsyn, að þeir láti stjórnast af Guði og vilja hans. Það er mikill skaði að missa svo gáfað- ann og gegnan mann af ritvellinum. Ég vona því, að Dagrenning sé ekki dáin, — heldur sofi hún — eða að Jónas komi á einn eða annan hátt fram á ritvöllinn, því að skarð verður fyrir skildi, ef við hætt- ixm að finna ritleikni hans, hæfileika hans og trú á gildi og mátt kenningar Guðs orðs. Ég vona að Jónas verði virkari á einn eða annan hátt hér eftir en hingað til. Þú ert alltof mikill alvörumaður til þess að þú látir þér það ekki að kenningu verða. ísland er nú illa á vegi statt fyrir of- beldi og sundmng landsmanna sjálfra. Þó verðum við að vona, að þar eygjum við dagrenning, en lil þess má enginn góður drer.gur skerast úr leik. Ó. B. B. AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.