Akranes - 01.01.1959, Síða 45

Akranes - 01.01.1959, Síða 45
Sfaídan slcppur Akrancs Þrátt fyrir þótt skipin hafi stækkað, séu traustari en nokkru sinni fyrr og ör- yggistækjum fjölgi að sama skapi, verð- ur þjóðin við og við að þola ógurlegar mannfómir miðað við sitt mikla fámenni. Sjómannastétt vor er yfirleitt dugmik- il, þróttmikil og sóknhörð. Þegar hin gömlu mið voru uppurin, gerðu þeir sér hægt um hönd og fiskuðu með góðum ár- angri vestur undir Ameríku. Enda þótt þama séu auðug fiskimið og óvenjulega góðnr botn, er um miklar hætt- ur að ræða þar á ýmsum árstíðum, og löng er sigling á þessi fjarla'gu mið og ýmsar hættur á þeirri leið. Á þessum miðum er sjálfsagt tiltekinn árstími — eða mánuðir ársins — hættu- meiri en aðrir. Þann tima verða lslend- ingar að fella niður veiðiskap á þessum miðum. Þama fórst togarinn Júlí með 30 manna áhöfn. Þegar hin önmur skip komu heim, og menn þeirra sögðu frá harðra:ðum þeim, er ýmsir þeirra stóðu í, er alveg ljóst, að nokkur skip hafa verið þama mjög hætt komin. Ég er stoltur. og undr- andi yfir því áræði, kjarki, þrautseigju og samstillingu sem skipshöfnm á Þorkeli Mána hefux- sýnt, og sem beimlínis liefur bjargað þeim og skipi þeirra frá illum örlögum. Það er og undraverð heppni á þessu skipi sem og Júní, hve margir menn eru — lengi — við vinnu á þiljum uppi í slíku fárviðri, án þess að missa nokkurn mann og slasast lítið. Það finnst mér ganga kraftaverki mæst. Hér reyndi verulega á íslenzka sjó- mannastétt, og hún stóðst sannarlega próf- ið. Annað áfall kom svo, er vitaskipið Her- móður sökk á svipstundu í hafið á sigl- ingu simii fyrir Reykjanes. Allt þetta gefur tilefni harms, en einn- ig til hugsunar um, hvort ofurkappið sé ekki of mikið. Annars er það bezt fyrir landkrabba að tala sem minnst um þessi mál. Á þessum skipum fórust eftirtaldir Ak- uraesingar: í.Runólfur Viðar Ingólfsson frá Björk, 3. vélstjóri, 25 ára, ókvæntur, en móð- ir hans, Kristím Runólfsdóttir, býr hér. 2. Guðmundur Elíasson, Vitateig 5, 30 ára, kvæntur og átti 4 böra. Foreldrar Elias Benediktsson og Ólína Ólafsdótt- ir, þau búa hér. 3. Sigurður Guðnason, Kirkjubraut 28, 44 ára, kvæmtur Sveinbjörgu Eyvinds- dóttur. Foreldrar hans búa á Suður- eyri í Súgandafirði. Ofamtaldir mann fórust allir með Júlí. 4. Guðjón Sigurjónsson, 1. vélstjóri á Hermóði, 40 ára, kvæntur Margréti Vestmann. Þau voru búsett í Reykja- vik og eiga 5 dætur. Eg samhryggist þessum vinum mínum, sem og öllum þeim, er hér eiga um sárt að binda vegna þessara höimulegu slysa. Ó. B. B. AKRANES 45

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.