Akranes - 01.01.1959, Síða 48

Akranes - 01.01.1959, Síða 48
Kristín er enn á lifi og býr uppi á loft- inu á Sigurðsstöðum. Valdimar, sonur Kristínar af fyrra hjónabandi, býr í Sjávarborg með Lárn Gunnarsdóttur. 124. Blómsturvellir. Þetta hiis er byggt 1901, á kirkjulóð- inni og með erfðafesturétti. Það er nu talið við Kirkjubraut 49. Þetta hús byggði Hermann Þorvaldsson. Ekki verður séð hvenær hann kemur hingað fyrst. Hermann er fæddur 26. október 1872, og voru foreldrar hans Þorvaldur Þorkels- son og kona hans, Jórunn Erlendsdóttir, á Uppsölum í Norðurárdal. Hermann bjó um nokkur ár með Odd nýju Jóhannesdóttur, ekkju Eilífs Eilífs - sonar í Mýri. Þess fólks hefur áður verið getið í sambandi við Mýri, í sept.—-okt. blaði 1949. Blómsturvallahúsið er virt í nóvembe- 1901, og er þá talið 8X7 álnir, auk inn- gangsskúrs. Árið 1902 býr eftirtalið fólk á Blómst- urvöllum:. Hermann Þorvaldsson, 30 ára. Oddný Jóhannesdóttir, 52 ára. Kristinn Eilífsson, 20 ára. Ásgrímur Eilifsson, 17 ára. Marzibil Eilífsdóttir, 11 ára. Eilífur ísaksson, 10 ára. Hermann Þorvaldsson var stór og stæði- legur maður, dugmikill og kappsamur. Hann seldi Sigurbirni Jónssyni Blómst- urvelli vorið 1906, en þá flutti Hermanri með sína skjólstæðinga í gamla skólann, en hóf þegar byggingu á miklu stærr-i og rismeira húsi, en það var Dalsmynni. Á þessum árum komst Hermann hér í útgerðarbrask með fleiri mönnum. Eftir þeirrar tíðar mælikvarða mun hann hafa tapað miklu á þessari útgerð. Ekki veit ég 48 hvort það er þessa vegna eða armarra orsaka, að hann tekur sig upp og flytur sig til Canada árið 1912. Þeir slá saman, Sigurður Þórðarson, kenndur við Gróttu, en kona hans mun hafa verið systir Her manns, Guðríður að nafni. Ein systir Her- mann hét Ágústína og giftist Pétri G. Guðmundssyni bókbindara í Reykjavík og kunnum baráttumanni. Þau skildu samvistir. Því miður get ég lítið upplýst um Ame- ríku timabil Hermanns. Hann kvæntist þar og á 8 efnileg börn, 5 syni og 3 dæt- ur. Hann var lifandi i maí s.l. því að þá ritaði hann Eilífi Isakssyni bréf. Þar seg- ist hann verða 86 ára í haust og hafa hætt að vinna 82 ára gamall. Bréfinu fylgdi meðfylgjandi mynd af Hermanni og þrem sonum hans. Einn þeirra heitir Kjartan, annar Þorvaldur og hinn þriðji Gestur. Eins og áður segir keypti Sigurbjörn Jónsson Blómsturvelli 1906 og á þar heima til dauðadags 26. október 1952. Sigur- bjöm var fæddur á Lundi í Þverárhlíð 26. ágúst 1865. Hann kom ásamt bústýru sinni og börnum frá Fellsöxl. Kona hans var Sigríður Kristjánsdóttth-, fædd á Hey- nesi 30. apríl 1860. Hún var hálfsystir Eyjólfs Sigurðssonar í Bræðratungu. Sigurbjöm var mikill að vexti og nokk- uð stórskorinn. Hann stundaði um áratugi sjóinn, mest á vélbátunum. Hann var hæg látur maður, prúður og húsbóndahollur. Sigriður vel gefin og þó nokkuð hag- mælt, þótt hún færi dult með það. Hún var og vel verki farin. Þessi voru böm þeirra Blómsturvalla- hjóna: 1. Kristin, sem getið var í sambandi við Bjarg I. í 3.—4. tbl. 1948. 2. Pétur, kvæntur Helgu Jónsdóttur. Þau eiga hús við Skagabraut 28 og þar verður þeirra siðar getið. AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.