Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 52

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 52
/------------------------------- Ólafur Gunnarsson skrifar Xlm LEIKLIST ★ Allir synir mínir Leikrit í þremur þáttum eftir Arthur Miller. — ÞýSandi: Jón Óskar. — Leikstjórú Glsli Halldórsson. Það leikur ekki á tveim tungum, að Arthur Miller einn snjallasti leikrita- höfundur, sem nú er uppi og skipar raun- ar rúm meðal hinna beztu í heimsbók- menntunum. Leikrit frá hans hendi hlýt- ur því alltaf að vekja áhuga þeirra, sem fylgjast með því, sem gerist í heimi Þalíu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í vetur „Alla syni mína“ eftir Miller og er sú sýning félaginu til mikils sóma. Efni þessa leiks er lýsing á hugarstríði fjölda manna að siðustu heimsstyrjöld lokinni, þegar viðburðir stríðsáranna kasta geigvænum skuggum á ævibrautir fólks- ins, en sumir lenda í kolamyrkri hugar- angistar og vonleysis. Iæikurinn gerist í Bandaríkjimum. •Toe Keller verksmiðjueigandi (Brynjólf- ur Jóhannesson) hefur afgreitt gallaða flugvélahluta á stríðsárunum og afleiðing- in er sú, að 21 flugvél hrapar og flug- mennirnir farast. Joe skortir hugrekki til þess að taka afleiðingunum og kemur sök- inni á meðeiganda sinn Deever, sem hlýt- ur fangelsisvist fyrir. Annar sona Joes er meðal þeirra, sem saknað er úr stríð- 52 inu og innst inni óttast faðir hans, að hann muni hafa verið meðal þeirra, sem fói'ust af hans völdum. Kate ICeller (Helga Valtýsdóttir), kona Joes, hefur tekið það ráð að neita því, að sonurinn sé látinn og á þann hátt dregur hún úr sálarstríði manns sins. Þessi afstaða frúarinnar hef- ur þær afleiðingar, að líf Chris Kellers, hins eftirlifandi sonar, verður óeðlilegt, en í leikbyrjun er þó svo komið, að hann hef- ur ákveðið að kvænast urmustu bróður síns, önnu Deever (Helga Bachmann), en hún er einmitt dóttir gamla meðeig- andans í fyrirtækinu, sem nú situr í fangelsi. Chris þykir innilega vænt um föður sinn, eai hefur þó greinilega ekki getað losað sig við þá hugsun, að hann muni ef til vill vera sekur, ])ótt dómstóll- inn hafi sýknað hann. Aðrar persónur leiksins eru George Deever lögfræðingur (Guðmundur Pálsson), bróðir önnu, Dr. Jim Bayliss, vinur Kellerfjölskyldunnar (Árni Tryggvason), Sue Bayless, kona hans (Guðrún Þ. Stephensen). Lubey- hjónin nágrannar og vinnir Kellerfjöl- skyldunnar: Sigríður Hagalín, Steindór Hjörleifsson og Bert, átta ára, Ásgeir Friðsteinsson. Allir islenzkir leikhússgestir vita, að Brynjólfur Jóhannesson stendur í fremstu röð íslenzkra leikara og hefur svo verið um mörg ár. Það mun þó naumast ofmælt, að með meðferð sinni á Joe Keller hafi hann farið langt fram úr öllu, sem hann hefur gert á undanfömum árum og er á- nægjulegt að sjá, þegar afburðaleikari slær sín eigin met eins óumdeilanlega og Brynjólfur gerir hér. Joe Keller er frá höfundarins hendi mannleg persóna. Hann hefur alizt upp í mikilli fátækt og með miklum dugnaði komizt í góð efni. Þegar syrtir í álinn og hætta er á, að hann missi eignirnar verður sjálfselskan og umhyggjan fyrir konu og AKRANES j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.