Akranes - 01.01.1959, Síða 56

Akranes - 01.01.1959, Síða 56
og tilfinninga eins og þá. Bn gott og vel. Þeir, sem samið hafa leikinn, þýtt hann og sviðsett, hljóta í sameiningu að vita öðrum fremur í hvaða flokki hann er, og þetta er sem sé gamanleikur. Lítinn áhuga hlyti sá að hafa á leiklist, sem ekki þætti leikur þessi æði nýstárleg- ur. Ekki er nóg með það, að mörg þúsund ár líði milli fyrsta og síðasta þáttar, held- ur eru leikendumir á fleygiferð um svo að segja allt leikhúsið, allt frá leiksviðinu sjálfu, niður í hljómsveitargryfjuna og upp á efri svalir. Aðalpersónur leiksins eru Antróbus- hjónin, leikin af Vali Gíslasyni og Regínu Þórðardóttur, börn þeirra, leikin af Bryn- disi Pétursdóttur og Baldvini Halldórs- syni, og Sabína, vinnukona, fegurðar- drottning og lotta, sem alltaf hafnar í eld- húsinu, leikin af Herdísi Þorvaldsdóttur. Langt er síðan Herdís hefur leikið eins glæsilega eins og að þessu sinni. 1 fyrsta þætti er hún full af vinnukonuvaðli, tek- ur munninn fullan en stendur ekki við ákvaraðnir sínar eins og gerist með fólk, sem ekki er stórgreint né fastmótað hvað skapgerð snertir. Hún er greinilega of tengd Antróbusfjölskyldunni til þess að geta yfirgefið hana, hvað sem kulda og matarskorti líður, enda virðist jafnan ræt- ast lir hvað matinn snertir, þegar Antró- bus kemur heim af skrifstofunni. f öðrum þætti er Herdis orðin fegurðar- drottning en Antróbus forseti. Forsetinn lokar ekki augunum fyrir kvenlegum ynd- isþokka og hefur þegar í huga að skilja við frú Antróbus. Fellibylur og flóð koma þó í veg fyrir þær áætlanir og fegurðar- gyðjan verður að leita á náðir Antróbus- fjölskyldunnar til þess að farast ekki i flóðinu mikla, sem virðist vera sömu teg- tmdar og Nóaflóðið. Herdís er lagleg og vel vaxin kona og veldur útlit hennar miklu um það hversu vel henni tekst, en 56 fáguð framkoma og háttvísi í hreyfingum ræður úrslitum um það ,að þama nýtur kvenleg fegurð sín, svo að allir mega vel við una, en er ekki sett í gripasýninga- flokk eins og gert hefur veríð i Tívolí á vori hverju, og nokkrir sæmilegir borgarar hafa látið hafa sig til að dæma, eins og þegar Páll Zóphóníasson var að dæma um hrútana og kýrnar þegar ég var drengur og sjálfsagt lengi siðan. Ekki er beinlínis sagt, hvar lilutverk Sabinu hafi verið í stríðinu i síðasta þætti, en a'tla má, að hún hafi verið lotta, þ. e. stúlka, sem vinnur i hjúkrunar- og hjálp- arsveitum nærri vigstöðvunum. Ekki breytir þessi reynsla Sabínu, hún lendir alltaf í eldhúsinu og alltaf verður hún að hlýða frú Antróbus, og alltaf er hún jafnfús til þess að gera allt, sem hún getur fyrir fjölskylduna. Antróbus er einn hinna leitandi manna, sem ekki eru ánægðir með lífið eins og það er, en vilja bæta það á einhvem hátt. Hann leggur þá einnig drjúgan skerf til framvindu menningarinnar, þar eð hann finnur bæði upp stafrófið, hjólið og marg- földunartöfluna. ÞetUi gerist í fyrsta þætti og þá er Antróbus störfum hlaðinn maður fullur mannúðar gagnvart þeim, sem bágt eiga. 1 öðrum þætti er hann orðinn for- seti og nýtur lífsins á baðströnd ásamt fjölskyldu sinni. Ekki virðist sá vegsauki hafa gert hann að meiri manni, enda varla við því að búast, að menn, sem dans- að er kringum eins og hálfguði, auki manngildi sitt til muna. Hitt er annað mál, að sé efniviður slíkra manna góður þola þeir að hverfa aftur til erfiðari lífs- kjara og það gerði Antróbus í stríði sið- asta þáttar. Valur Gislason leikur allt þetta vel ,en hlutverkið gefur naumast til- efni til þeirra átaka, sem lengi verði í minnum höfð. I\egína Þórðardóttir fer prýðilega með A K R A N E S

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.