Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Side 6

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Side 6
f þriðja dálki er töluröð, sem sýnir hvern tíma og mínútu túngl er hæst á hverjum degi; þar af má marka sjáfarföll, flóð og fjörur. í yzta dálki til hægri handar stendur hið forna íslenzka tímatal; eptir því verður árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga umfram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í því tali er aukið viku fimta eða sjötta hvert ár í nýja stíl; það heitir sumarauki eða lagningarvika. Merkidagar fstenzkir eru hér taldir eptir því, sem menn vita fyllst og réttast. Árið 187Ó er Sunnudagsbókstaýur: B .A —GyllimtalXV. Milli jóla og lángaföstu eru 9 vikur og I dagur. Lengsti daguríReykjavík20t. 54 m., skernmsti 3t. 58 m. Myrkvar. Á árinu 1876 verða þessir myrkvar, sem hér skal telja: 1) Myrkvi á nokkrum hluta túngls 10. Marts fyrir hádegi, þessi myrkvi hefst í Reykjavík kl. 3. 54’ og endar kl. 5. 54’ þegar hæst stendur myrkvinn, sem er kl. 4. 54’, nær hann yfir þriðjúngs túnglsins að þvermáli. 2) Sólmyrkvi 25. Marts, verður ekki sýnilegur á íslandi, en hann sést á Grænlandi, í norðurhluta Vesturálfu og í aust- norður-hluta Austurálfu. Vestan á Grænlandi og norðast í Norðurameríku verður myrkvinn hríngmyndaður. 3) Myrkvi á nokkrum hluta túngls 3. Septembr. eptir hádegi. Hann hefst í Reykjavík kl. 6. 48’, skömmu áður en túnglið rennur upp, en er á enda kl. 9. 2’. Þegar hæst stendur, sem er kl. 7. 55’, verður myrkvaður rúmlega þriðjúngur af yfirborði túrglsins að þvermáli. 4) Sólmyrkvi 17. Septembr., sem verður sýnilegur einúngis í Eyjálfunni (Australíu) og á úthafinu milli þessarar álfu og Vesturálfunnar.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.