Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Page 23

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Page 23
er skærleikur hennar 8. Juni. Nokkru síðar staðnæmist hún, 2i. Juni, og eptir það tekur hún að hreyfast vestur á við. I næsta rnánuði _þar á eptir hverfur hún að sýn, af því hún kemur þá í sólnánd. í Augustmánuði er hún orðin morgunstjarna og er þá í tvíburamerki á ferð austur á við; eykst þá skærleikur hennar um sama mund og verður mestur 18. August. í Sept- ember og Oktober mánuðum fer hún gegnum krabba og ljón, nóttina milli 6. og 7. Oktobers gengur hún sunnanvert vm hjartað (Regulus) í ljónsmerki. Þar á eptir heldur hún áfram austur á við, og gengur í November i gegnum meyjar- merki og skálar, og verður f árslokin í sporðdreka merki. Mars verður fyrst framan af árinu sýnilegur eptir sólarlag, og er þá á rás austur á við í fiskamerki; þá fer hann út úr því merki seinast í Februar, og um hina næstu þrjá mánuði, Marts, April og Mai, fer hann í gegnum hrútsmerki og uxa- merki. I Junimánuði og Juli er hann á ferð gegnum tvíbura- merki og krabba, en nálgast jafnframt sólina, svo að hann kemst i sólnánd í Augustmánuði, og verður þá ósýnilegur þángað til í September, að hann kemur í ljós á morgnana fyrir sólar- uppkomu. A þessum tíma er hann staddur í ljónsmerki og er á hreyfíng austur á við; gengur síðan fyrst í Oktober í meyjar- merki, og heldur áfram fevð sinni gegnum þetta merki þartil í miðjum November, að hann fer norðanvertframhjá axinu(.Sjý/í#), sem er stór stjarna í meyjarmerki. Um þetta mund kemur Mars upp kl. 4V2 á morgnana. í miðjum December fer hann inn í skálamerki og er þar i því merki um árslokin. Jupiter hefir hæga ferð austur á við f byrjun ársins, og fer þá úr skálamerki og inn í sporðdreka. Fyrst í Februar rennur hann upp kl. 4 á morgnana; f miðjum Marts nemur hann staðar og heldur kyrru fyrir, tekur síðan á rás vestur á við, og í miðjum Mai gengur hann aptur inn í skálar. í þetta mund kemst hann f þverstefnu gegn sólinni, og verður þá sýnilegur alla nóttina. Þá flýtir hann einnig niðurgaungu sinni smásaman, svo að í byrjun Julimánaðar gengur hann til viðar um miðnætti en í byrjun Augustmánaðar tveim stundum fyr. í miðjum Juli nemur hann staðar um hrfð; en tekur sfðan til ferðar austur á við í skálamerki, fer úr skálum seinast í September, og gengur gegnum allan sporðdrekann á þeim mánuðum ársins sem eptir eru. Þá hefir hann um þetta rnund nálgast sólina svo mjög, að hann verður alls ekki sýnilegur um sfðara helmíng Nov- embermánaðar og fyrra helmíng Decembers. Undir árslokin má sjá hann um stuttan tíma fyrir sólaruppkomu. Satnrnus verður í byrjun árs á hreyfingu ausiur á við frá steingeitarmerki og inn í vatnsbera; má þá sjá hann á nýjárs- daginn meir en fjórar stundir eptir sólarlag. Þar á eptir hraðar hann niðurgaungu sinni, og nálægist smásaman sólinaþángað til f miðjum Februar, að hann er kominn í sólnánd, ogerþvlekki

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.