Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Side 44

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Side 44
FISKÆTA SALMUR eptir sira Hallgrím Pétursson. Afbragðs matur er ísan feit, ef hún er bseði fersk og heit soðin í sjáfar blandi; Ifka prísa eg lúðu raf, lax og silúngur ber þó af hvers kyns fisk hér á landi; lángan svángan maga seður, soltna gleður, satt eg greini, en úldin skatan er iðra reynir. Morkínn hákarl sem matar kníf, margra gjörir að krenkja líf, ríkis-menn opt það reyna; nm háfinn hugsa húskar meir, hann í eidinuni steikja þeir, brjósk er í staðinn beina; hlýrinn rýrinn, haida menn af honum renni hræðileg feiti; rauðmaginn bezti réttrinn beiti. Karfinn feitur ber fínan smekk, fáum er spáný keilan þekk; upsinn er alls á milli; þyrsklíngr sá í þaranum snýst þrefaldur út úr roðinú brýzt, frá eg hann margan fylli; þorskinn roskinn, rýran, magran, rétt ófagran ráð er bezta: að bleyta f sýru á borð fyrir presta. VEÐRAVÍSA. Fornjóts starfa megir mein, mela bríngur klóra, bau'a arfa hjúpur1 hvein hertur lcrfngum ljóra. x) baulu arfi — kálfur; hjúpur baulu arfa = liknabelgur. HARÐINDA VÍSA. eftir Hjálmar Jónsson á Bólu. Ofan gefur snjó á snjó, snjóurn vefur flóa tó, tóa grefur móa mjó, mjóa hefur skó á kló. SAMENDÍNGAR. Ef þú hefir alúð að iðka og tíðka varúð, þér frá snara þverúð. þúngri og lángri úlbúð; mjúka brúka mannúð, svo manna vinnir ástúð, því hrekkja þykkju harðúð hollri spilíir sambúð.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.