Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Blaðsíða 46
Grírnsbakki lá afskekkt, fjarri öllum mannabygðum, og
þó var þar ekki þögult vetur né sumar. Fyrir neðan skall
sjórinn við fjöruna, og upp í hlíðinni bjuggu hrafnarnir í háum
og bröttum klett. Hyldjúp gjá var öðrum megin við klettinn,
og slútti kletturinn fram yfir gjána. Þó hér væri nokkuð ein-
manalegt á veturna, þá var því meira lif og fjör í öllu á
sumrin, einkum í kauptíðinni, þegar bændurnir úr fjarlægari
sveitunum fóru í kaupstaðinn. — Allir urðu þeir að fara veginn,
sem lá meðfram firðinum, því að um annan veg var ekki að
gjöra þessum megin fjarðarins, og sá vegur lá rétt fram hjá
Grímsbakka, fyrir neðan túnið.
Grimur átti einúngis eitt barn. Það var lítií stúlka og
falleg, ljóseyg, eitthvað átta ára gömul, er saga þessi gjörðist.
Föður hennar þótti ósköpin öll vænt um þessa einkadóttur sína,
énda var hún honum bæði ljúf og eptirlát. Hann hafði hana
Hka eina eptir, því að móðir hennar hafði dáið að henni, þegar
hún átti hana. Hann var vanur að kalia hana „Helgu Gríms-
bakkasól", þegar hann kysti hana kvölds og morgna, og vinnu-
fólkið lét ekki heldur sitt eptir verða, að láta þetta nafn festast
við hana, því að hún var jafn-glað!eg og skemtileg við alla.
Hún amma hennar varð sem úng í annað skipti, þegar hún
heyrði Helgu hlæja og gjöra að ganrni sínu, og væri Helga
iitla með henni, sýndist henni allt vera í fegursta bióma. Hún
iaunaði henni það líka, hún amma gamla, þegar hún var að
segja henni sögurnar um álfana og huidufólkið. — Hvert kvöld
í rökkrinu sagði hún Helgu litlu einhverja fallega sögu, og
ailtaf hafði gamla konan nóg að segja frá.
Þegar sumraði og fólk fór að fara í ferðalög, þá var gaman
fyrir Helgu. Vegurinn lá fyrir neðan bæinn, það vissi hún.
Að sjá fólkið fara framhjá margt í hóp, einn flokkinn eptir
annan, lest eptir lest: — það var gaman. Hún vissi íullvel, hve
margir voru á hverjum bæ, og hún gat þekkt húsmóðurina,
soninn og dótturina. — Þau riðu æflnlega á undan á bráðvökrum
gæðíngum. Svo kom nú vinnumaðurinn, og teymdi alla trossuna.
Síðast reið húsbóndinn sjálfur á eptir allri lestinni, til þess að
sjá um, að ekkert færi í ólagi. Það sem Helgu litlu þótti lakast,
var það, að allir fóru framhjá án þess að staldra við, því að
hér var enginn áfángastaður. Jörðin var bæði of graslítil og
of grýtt til þess, að nokkrum skyldi koma til hugar að æja
hér hjá Grímsbakka.
Helga litla var aðgætin, og það leið ekki á laungu, áður en
hún fékk nokkuð að hugsa um. Hvernig stóð á því, að hinir
og þessir stukku stundum af baki, og köstuðu þrem steinum
í dysina niðri við veginn?
Þáð var eitt kvöld, hérumbil um fráfærur. Helga hafði
farið með ömmu sinni í stekkinn, til að velja sér fráfærulamb.
Hún var nú glaðari en frá megi segja, og hoppaði á undan
ömmu sinni, sem með naumindum gat staulast á eptir, því að
allt hjálpaðist nú að fyrirhenni; hún var orðin svo sjónlítil og
hafði hltf fyrir augunum, vegurinn var ósléttur, og gamla konan,
(44)