Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Síða 49
skildi neitt í þessari umbreytíngu, og margs var getið til, en
enginn átti þó kollgátuna. Svona leið veturinn. En þegar
voraði, og sólin fór að þíða vetrarklakann, þá var sem lifnaði
dálitið yfir henni aptur; — svo leit það út að minnsta kosti,
en það hefir vist ekki verið allt með feldi um hennar hag,
C'nn ^om Sl' freSn? að bún hefði tekið sjálf af sér
iífið, og steypt sér þarna niður í hrafnagjána. Þar fannst hún,
rifin og tætt í sundur, og það er hún, sem liggur undir dys-
mni þarna niður frá«.
»Hvað kom til, hún var ekki grafin í kirkjugarðinum,
eins 0g hún mamma mín heitin? spurði Heiga. Þetta sagði
Helga ; hálfum hljóðum, því hræðslan hafði gripið hana og
nún var náföl í framan.
»Hún hafði fyrirfarið barninu sínu«, sagði gamla konan,
*°g því var hún ekki grafin í vígðri moldu. Alltaf vex stein-
nrúgan ofan á henni. Hver, sem þekkir brot hennar og um
veginn fer, kastar þremur steinum í dysina, og hvorki meira
eða minna. Það lítur til þess, barnið gott, að hún syndgaði
móti heilagri þrenníngu, og þvl eru steinarnir þrír. Þetta á
að vera til skelfíngar og aðvörunar fyrir aðra«, sagði hún.
Rómur hennar var hvell, eins og skrækur, og svo annarlegur,
að Helga hrökk saman.
»En hvar ertu, Helga? Hvað á þetta að þýða? Helga!
Helgak kallaði amma hennar. En Helga hafði sleppt hand-
leggnum á henni, og hljóp nú sem fætur toguðu til dysjarinnar.
Hún greip þrjá steina upp af götunni, —öldúngis eins og Þor-
valdur litli hafði gjört — og kastaði þeim með miklum alvöru
svip ( dysina. sFyrsta kasta eg fyrir guð föður, öðrum fyrir
guð son, og þriðja fyrir heiiagan anda«, hugsaði hún. En hvað
viljið þið hafa það meira? Var það sfðasti steinninn, sem datt
niður af dysinni, eða var það spói, sem hræddist steinkastið,
eða kom þnð neðan úr jörðinni? —- Hljóð var það, hvaðan sem
það kom. Nú fór af Helgu mesta alvaran, hún varð hrædd
og hljóp sem fætur toguðu aptur til ömmu sinnar. Þegar hún
var komin inn fyrir vailargarðinn, og faðir hennar, sem stóð
uiidir bæjarveggnum, breiddi faðminn út á móti henni, þá
fór loksins hræðslan að fara af henni. Þó fannst henni ennþá,
sem hún heyrði skruðníngana og hljóðið.
Helgu dreymdi um nóttina. Hún þóttist vera alein niður
við dysina, og hafa stein í hendinni. »Kastaðu« I heyrðist henni
kallað. Hún þóttist þekkja röddina Þorvalds, en þó gat hún
engan séð. Hún kastaði. »Öðrum til!« var kallað. »Þriðja
tilk og þeir voru komnir allir. Hún heyrði skruðnínga, stunur,
ángistarvein Hún vildi flýja. Nei! hún gat ekki hreyft sig.
— Dysin opnaðist, og úng kona steig upp úr jörðunni. Andlit
hennar var hvítt sem snjórinn, hárið lokkaðist um herðarnar
og hún hélt höndunum að brjósti sér. Hryggum bænar augum
leit hún upp á Helgu. Helga viknaði og fór að hágráta. »Eg
(47)