Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Síða 50

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Síða 50
þakka þér fyrir þessi tár, góða barn“, sagði konan, „það er í fyrsta skipti í mörg ár, að nokkur hefir grátið yfir mér. Eg veit, að þú ætlar ekki að kasta steinum á mig héðan af, og að þú lætur aðra hætta því, því að vita skaltu barn mitt, að hver steinn, sem kastað er í dysina, hittir hjarta mitt, svo ea hljóða upp yfir mig. Guð hefir séð aumur á mér, og fyrirgefið mér, en mennirnir hata mig ennþá. Þeir hafa einkennt leiði mitt með þessum steinum, til þess að svívirðíng mln skuli verða eilíf. Vertu ekki svona hörð, kæra barn, eg grátbæni þig, Grímsbakkasól, hyldu mig! hyldu mig!“ Konan hvarf, en Helga var vakin af ömmu sinni, sem vaknaði við það, að Helga grét í svefninum. „Hefir þig dreymt illa?“ spurði hún. Reyndu að sofna aptur og kærðu þig ekkert um drauminn. Þú veizt llka, að illir draumar eru æfinlega fyrir góðu efni“. En í þessu skjátlaðist henni, góðu konu. Þetta var eng- inn Ijótur draumur, og því síður að hann kæmi fram til óláns fyrir hana. Hann varð upphafið ti) hamíngju hennar, og bar ávöxt, án þess hún vissi af því. Aldrei gat hún gleymt bæn fölu konunnar: „Hyldu mig! hyldu mig!“ — „Hvernig getur það orðið?" hugsaði hún. Jú! hana dreymdi nýjan draum, sem lauk upp á henni augunum. — Svona dreymir börn opt og tíðum hið rétta. Hana dreymdi, að það væri um vorið einn morgun. Faðir hennar gekk út á túnið, til að líta eptir vinnumörsnunum, sem voru að slétta. Hvert ár var sléttað dálítið stykki, grjótið borið burt, holurnar fylltar með mold og síðan þakið yfir með torfi. Næsta ár var alit gróið. „Viltu koma með, góða?“ sagði Grímur til dóttur sinnar. og þau fóru út á völlinn. Einmitt þegar hún kom, voru þeir að bisa við afar stóra jarðfasta hellu, og gátu með engu móti náð henni upp. „Látum hana liggja piltar", sagði Grímur. „Það gjörir ekkert til. Fyllið með mold í kríng og þekið síðan með torfi", sagði hann, „að ári um þetta leyti verður það orðið að grænum bala“. Nú ránkaði Helga við sér. „Svona skal eg hylja dysina fyrir allra augum", hugsaði hún. „Með frábærri iðni og þolgæði tók nú Helga Iitla til starfa. Otal sinnum var hún við dysina, ótal sinnum bar hún mold í litlu svuntunni sinni og kastaði á hrúguna; ótal sinnum hvarf það niður á milli steinanna, aldrei sýndist henni glufurnar og holurn- ar ætla að fyllast. Margir dagar, mánuðir og jafnvel ár liðu, áður en dysin varð að grænum hól. Helga litla var átta ára þegar hún byrjaði, en nú var liún orðin fuilorðin stúlka. Eptir veturinn kom sumarið, og blómgaði hólinn hennar. Alltaf miðaði honurn áfram á hverju ári, þángað til Ioksins, að eitt sumar kom, og þá var Grímsbakkadysin orðin að fögrum grasivöxnum hól. Allir voru hissa á þessu starfi Helgu, og enginn vissi því hún gjörði þetta. Heimiiisfólkið bar ósjálfrátt einhverja lotníngu (48)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.