Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 31

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 31
Jolin Bright. f sgar Bright dó, 27. marz 1889, sagði Gladstone gamli um hann, að hans iíka heí'ði hann aldrei þekkt á sinni löngu æfi. Þeir verða opt nefndir saman í sögunni Bright og Gladstone, forkólfarnir frjálslyndu, viuir og samverka- menn lengstan hluta æíinnar, jafnaldrar að kalla, jafnsnjallir taldir í ræðustólnum, jafnelskaðir af fylg- ismönnum og jafnvirtir af mótstöðumönnum, sem prýði enskrar þjóðar, þrátt fyrir andstæða stjórnmálastefnu og pólitíska óvild. Sjerstaklega hafa þeir verið bornir saman sem framúrskarandi mælskumenn á enska þinginu, og eru þar þó margir góðir. Hiklaust eru þeir taldir fremstir i þeirri grein, þessa öldina, að minnsta kösti síðari hluta hennar, síðan 0 Connell leið. Yíirburðir Glad- stones voru þeir, að hann lagði á allt gjörva hönd, hann var aistaðar heima, hann lagði til allra mála, °S hann gat talað í sama málinu snjallt og rækilega, fimlega og fastlega, optar sama kvöldið og hvern daginn eptir annan. Hann var alveg óþrotlegur í nýjum röksemdum með nýju sniði, eptir því sem við átti, og sennilega heflr enginn enskur þinggarpur haft jafnmarga kosti sameinaða. Mælska Brights var með öðrum hætti. Hann var í áhlaupinu enda snjallari en Gladstone, hann hreif' menn enn meira með sjer. Hann var geðmeiri, heitari, beizkari, gamansamari, fylgdi laginu fastar, en hann haf'öi hvergi nærri vopn- fimi Gladstones, nje vopnagnótt til sóknar og varnar. Mælska Brigths átti bezt við á stórum mannfundum undÍL- beru lopti, en Gladstone varð drjúgari í þing- salnum með nákvæmni sinni og gjörhygli. »Silfurrödd« Giadstones er viðbrugðið, en þó er sagt að Bright hafl haft enn skærri streng á raddfæri sínu, er hann komst i hita. Disraeli var annar fimastur maður og vopn- djarfastur á þinginu en Gladstone, en þó hafði Disra- eli eigi stundum við Bright. Eitt sinn þegar Disra- eli sat að völdum og kom með rjettarbótar-frumvarp, (25)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.