Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 32

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 32
sem Bright fannst ekki vera annað en kák, hafði Bright þau orð nm Disraeli, sem lengi voru í minnum höið, að »hann væri eins og skottuiæknir, sem gæfi f'ólkinu inn piilur í jarðskálfta«. Hin mikla mæiskugáfa Brights var ein fyrir sig nóg til þess, að gjöra hann þjóðmerkan mann, en hans er þó mest að minnast fyrir það, hvernig hann varði gáfu sinni. John Bright var fæddur 16. nóvember 1811 í þorpinu Greenbank á Norður-Englandi, skammt frá Rochdale, er það iðnaðarbær eigi all-lítill, innar og austar en Manchester og þó skammt í miili, og er bær þessi, þótt eigi sje stór, orðinn heimsfrægur af vefur- unum fátæku, sem árið 1844 hófu kauptjeíagsskapinn til skuldlausrar verzlunar með 15 aura framlagi á viku. Þeir fjelagar kölluðu sig »píónera« og voru og sannnefndir »brautryðjendur« eöa forkólfar nýrrar stefnu. Það var og kenningarnafn Brights á þingi, »píónerinn frá Eochdale«. Hann var lika allt af í fylkingarbrjósti á frelsis- brautinni. Það er einkennilegt hvernig hann í svo mörgum málum ryður Gladstone braut. Bright kveð- ur upp frelsis og jafnrjettishugmyndina. Gladstone hugsar sig um og hikar í bili, en kemur svo á eptir og heldur málinu fram til sigurs. Bright er ailt af við því búinn að standa einn uppi; þegar hann hefir bina eigin samvizku með sjer, mega aliir veraámóti; Gladstone hefir í mörg horn að líta sem fiokksforingi. iins dæmi mætti nefna til þess, svo sem jafnrjetti Gyðinga, afnám ríkiskirkjunnar írsku, og enda sjálft irska málið, þótt seinna skildust leiðir. Friður og frelsi var hið pólitíska prógramm Brights alla hans æfi. Hann var hinn öflugasti og atkvæða- mesti postuli alheimsfriðarins á sinni tíð. Hann mat lltils lieimsveldi Englands yfir höfum og löndum, með auði gulls og örskreiðum bryndrekum, móts við rjettar- og hagsbætur almennings heima. Bakaði það honum ærnar óvinsæidir með köfium, er hernaðar ofmetnað- urinn gagntók þjóðina. Hann hafði í 12 ár verið þingmaður fyrir Manchester, elskaður og virtur sem mest mátti verða, en er »heiður Englands« ki-afðist stríðs á hendur Kínverjum árið 1857 og Bright mót- (26) L

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.