Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 39

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 39
er tíðast komið úr höndum áhugamannanna, og er vel ef eigi fjalla um það andstæðingar, eða menn áhugalitlir og værukærir. Ofan að fer það til rann- sóknarstöðvanna, tröppu af tröppu, og alla sömu leið- ina til baka, með »þóknanlegum« umsögnum. Það er kínverska leikfangið, hver askjan inni í annari — endalaust —, sem sýnist vera fyrirmynd þessa skrif- vjelabákns. Englendingar hafa óh'kt praktískari ráð. Þeir skipa þingnefndir með mjög miklu valdi, sem beint krefja menn til sagna og ráða. Slíkar nefndir skipa þá vanalega þeir, sem mestan hafa áhugann á því máli, °g allt starf þeirra liggur opið fyrir sjónum almenn- ings. Rannsóknarnefndin kom með svo ófagra skýrslu af lífi barna og kvennaínámum og verksmiðjum, að torvelt er að trúa því, að slíkt hafi átt sjer stað 1 kristnu landi á þessnri öld. Börn voru látin vinna 12-—16 stundir á dag, þau urðu að ganga 4 danskar teilur fram og aptur til vinnunnar. I sumum námu- göngum var svo lágt til loptsins, að eigi komust þar aðrir um en börn, sem stundum skriðu fyrir vagnin- útn hálfnakin, með aktygin spennt um miðju. Fjögra, ára gömul börn voru látin í vinnu, og úr því þau voru orðin 6 ára gömul, þótti það ekki nema sjálfsagt að þau gæfu sig í það. Það var »frelsi« foreldranna að selja börnin sín í þennan þrældóm, þau gjörðn samningana fyrir börnin, og »iðnaðarnámstími« þeirra- stóð svo fram að tvítugu eða lengur. Fullur helming- úr slíkra barna dó, en þau sem upp komust urðn optast nær aumingjar á sál og líkama, vinnudýr, sem voru orðin útlifuð gamalmenni um þrítugt. Framtað helmingi verkafólksins í námunum voru kvennmenn^ er lifðu þar í dýrslegu siðleysi saman við afhrak karlmanna. Kvennmenn sem í bernsku fóru í námu- vinnuna, misstu allt kvenneðli sitt og enda vaxtar- lagið; urðu þær óhæfar til barngetnaðar, sem fremur rnátti þó telja happ en óhapp í eymdarlífi þeirra. Shaftesbury fjekk það áunnið um og eptir 1840, að lög voru sett um það, að konur mættu alls ekki vinna í námum og eigi börn innan 13 ára. Hann fjekk og mjög takmarkað vinnutíma kvenna og ung-- (33)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.