Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Side 42

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Side 42
stofnanir fyrir ungt fólk, sem ratað hefir á glapstigu, telst svo til, að hæli þan, sem rót sína eiga að rekja til hans, taki um 50,000 persónur. Shaftesbury var borið á brýn, að hann hugsaði ekkert um verkalýð- inn á landinu, og var nokkuð til í því, enda var verk- sviðið nóg samt. Þó vannst honum tími til að sinna sveitarstjórn heima í þorpinu, sem frá fornu fari hafði verið eign ættar hans. Þar reis upp fyrirmyndarbær, þar sem hver húsráðandi átti dálítið erfðafestuiand til afnota. Þorpsbúar voru 8000 við fráfall Shaftesbury og var í frásögur fært, að enginn væri þar veitinga- maður nje okurkarl, því hvorugum var þar vært eptir lögum lávarðsins. Flestir, sem um langt skeið haf'a varið kröptum sínum til umfangsmikilla mannfjelagsbóta, sjá svo margt ófagurt og rejma svo margt misjafnt, að þeir verða fegnir að taka sjer hvíldina sjálfir, eða, fá hana er dauðinn íer að. Shaftesbury leit öðrum augum á það. Þegar komið var á níræðisaldurinn og heilsan var þrotin, kvartaði hann opt undan því við vini sina að þurfa að fara burt frá svo vondum heimi, honum fannst hann eiga svo undurmikið ógjört. Shaftesbury dó 1. október 1885, og vantaði þá missiri á að vera hálfníræður. Hin þakkláta fóstur- jörð kaus honum legstað að Westminster kirkju við hlið iandsins ágætustu þjóðmæringa, en sjálfur hafði hann kosið sjer gröf við heimakirkju sína og þar hvíl- ir hann. Þ. B. Nikulás II., keisari Eussa, er 27 ára garnall, fædd- ur í maínaán. 1868, Hann kom til ríkis síöastiibið haust, þegar faðir hans, Alexander III., ljezt, 1. nóv. Menn hugðu gott til ríkisstjórnar hans, þegar hann kom til valda, með því að bæði var það alkunnugt, að hann var vel að sjer í ýmsum greinum, og svo ljek jafnframt orð á því, aöhann mundi vera maður frjálslyndur og hafa óbeit á kúgun þeirri er Rússar urðu að mörgu leyti að sæta undir stjórn föður hans. Enn er hann lítt reyndur, eins og að líkind- (36)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.