Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 44

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 44
menning þjóðar sinnar í öllum efnum, hefur honum og ■verið mjög hugleikið að tryggja vald ríkis síns, og í því skyni hefur hann komið upp mjög öflugu og ágætlega vel sefðu og búnu herliði, sem bezt kom í ljós í hinu grimma stríði við Kínverja, sem nú er nýlega til lykta leitt, með svo frægum sigri íyrir Japansmenn, sem kunnugt er. jLi Hung Chang er talinn merkastur stjórnmála- xnaður og herforingi Kínverja um þessar mundir. Hann er af fátækum ættum, en fjekk góða menntun á yngri ár- um. 1853 tókst honum að bæla niður uppreisn, sem kom upp í nokkrum hluta kínverska ríkisins, og fjekk tyrir það gott embætti; 1S61 varð hann fylkisdómari, og siðan fylk- isstjóri í Kiangsu. Jfyrir hyggindi og hreysti er hann sýndi í uppreisn, er upp kom þar í fylkinu, fjekk hann enn meiri metorð, og nokkru siðar var hann gerður land- stjóri yfir báðum Kiangfylkjunum og fylkisstjóri í Pet- schili. Eptir 1883 var hann yfirforingi yfir hersveitum í fylkjunutn í grennd við Tonkin, og að nokkru ieyti var hann fyrir samningunum, er Kínverjar gerðu við Frakka út af þvi landi. Eptir það var hann í meiri mefum en nokkur annar af þegnum Kínverja-keisara, unshannkomst i ónáð í byrjun stríðsins við Japansmenn. Samt tók keis- arinn hann síðar í sátt, og hefur hann staðið fyrir friðar- samningum þeim við Japansstjórn, sem nýlega eru um garð gengnir. Archibald Philip Primrose, jarl af Bosebery, núverandi stjórnarformaður Stórbretalands, er 48 ára gam- all, fæddur í Lundúnum 1847. Hann hjelt sína fyrstu þingræðu 1871, og fórst það svo vel, að Gladstone, sem þá var stjórnarf'ormaður, minntist opinberlega á þær ó- venjulegu vonir, sem menn mættu gera sjer um þennan unga mann. 1874, 27 ára gamall, var hann forseti þings nokkurs, sem haldið var í Glasgow til þess að ræða um mannfjelags-vísindi, og sama ár varð hann sdord rectore Aberdeen-háskólans, en 1880 komst hann í sömu stöðu við Edinburgh-háskólann. Undirráðherra innanlandsmála (38) L

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.