Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Side 45

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Side 45
varð hann 1881, en utanvíkismálaráðherra í næstu stjóm Grladstones, 1886. Fjekk haun þá mjög mikið loí. bæði utaniands og innan, fyrir þá staðfestu, er hann sýndi í órðugum deilum, er risu út úr stríðinu milli Serba og. Búigara. 1888 varð hann doktor í heimspeki við háskól- ann í Cambridge. Sama ár komst hann inn í borgarstjóra Lundúna, varð formaður hennar, og fjekk hjá öllum flokk- um manna hið mesta lof fyrir það, hvernig hann hefði löyst það vandaverk af hendi. Jpegar Giaðstone náði völdum síðast, varð Rosebery utanríkisráðherra af nýju, °g þegar Gladstone sagði af sjer stjórnarformennskunni í marzmánuði í íyrra, varð llosebery eptirmaður hans. Mælt er, að Rosebery hafi í æsku óskað sjer þriggja óska: að verða stjórnarformaður Stórbretalands, fá auðugustu honunnar á Englandi og eignast hest, er ynni sigur í Derby-veðreiðunum. Allt þetta hefur honum tekízt. Ár- iö 1878 kvæntist hann Hönnu, einkadóttnr Meyers de Bothshilds baróns, og fjokk með henni auð fjár, en hún yezt haustið 1890. í fyrra sutnar fjekk hryssa, er hann átti, fyrstu verðlaun á Derby-veðhlaupunum. Felix Faure varð foseti Frakklands, þegar Casimir Bérier sagði at sjer í janúarmánuði i vetur, og er 53 ára gatnall. TJtan Frakklands var hann lítt þekktur, þegar hann varð forseti, nema hvað sagt er, að hann hafi verið í allmikilli kynning við hefðarfólk á Englandi, enda sam- ið sig allmikið að siðum þess. Foreldrar hans voru fá- tffikir, og lærði hann í æsku sútaraiðn og rak snemma shinnaverzlun í Havre. Græddist honum þar brátt fje- mikið og fjekk hann mikið álit á sjer manna á meðal. Hann varð þingmaður 1881, en ráðherra flotamálanna var tann, þegar Casimir-Périer sleppti völdunum. Hann er talinn gætinn maður og vitur. Árbök íslands 1894. a. Ymsir atburðir. ‘Z.Jan. Byrjar nýtt blað í Rvík, j>Garðar«. Ritstjóri:: •fónas Jónsson. Arg. 12 bl. (39)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.