Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 69

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 69
1 sleikja þau; eða þau tolla við hendur manna, þegar hund- urinn er kjassaður o. s. frv., og fra hendi til munns er stutt leið. Vopnið, sem getur varið því að bandormseggin kofn- ist í menn, heitir þrifnaður. Því miður er mörgum ó- tamt að beita því vopni, og vil jeg því ekki láta ótalið þriðja ráðið, sem vel má að gagni koma: að lækna hundana, drepa bandormana í þeim með lyfj- utn. Það má gera bæði með kamaladupti og með areka- dupti. Það verður auðvitað að hafa hundana í úthýsi á meðan, og gæta þess vel, að brenna saurindum þeirra eða grafa í jörð. Surnar sýslunefndir hafa gengizt fyrir slíkum lækn- ingum í sinum sýslum. Það er heppilegt, því að ekki veitir af að neyta allra ráða gegn veikinni, en lækningar Verða aldrei algengar. ef hver búandi fyrir sig á að út- vega sjer lyfin. A þann hátt mundu margir dragast apt- ur úr. Sýslunefndir verða að láta hreppsnefndir annast utn það, hverja í sínum hrepp, að hver búandi fái lyfin heim í 'hlaðið, og ganga algerlega eptir því að allir noti þau, Heppilegast væri að brúkalyfintvisvará ári, en mest riður þó á þvi skömmu eptir slátrunartímann á haustin, því að þá er hættast við að hundar haíi bandormana. Lyfin geta hreppsnefndir fengið hjá læknum eða í lyfja- húðum og um leið fyrirsögn fyrir brúkuninni. Jeg vil taka það skýrt fram, að menn mega engan veginn álíta ^ð þessi aðferð sje svo óbrigðul, að óhætt sje hennar vegna að vanrækja hinar. Menn eiga að nota þær allar og vera sívakandi gegn þessari landplágu; menn mega ekki þreytast; þá munu þeir áður mörg ár eru liðin sjá ávextina. Til glöggvunar skal jeg setja varúðarreglurnar samau i stuttu máli: 1. Alla sulli úr kindum, nautgripum og mönnum á að brenna eða grafa í jörð. 2. Menn eiga að’gæta alls þrifnaðar og varúðar í um- gengni við hunda og hafa sem minnst afskipti af þeim. Éinkum eiga menn að gæta þess, að láta hunda ekki ganga um búr og eldhús; að vatnsílát sjeu ekki höfð opin; að hundar fái ekki að sleikja matarilát, nje sofa i rúmum ttanna. 3. Öllum hundum á árlega að gefa inn ormdrepandi lyf, að minnsta kosti fyrri hlutavetrar. Guðm. Mar/nússon. (63)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.