Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 21

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 21
Coddington í Amevíku 2 og Witt í Berlín 1. þd hafa þær ekki allar enn verið settar á plánetuskrána. ]>á fyrst er pláneta sett á plánetuskrána með númeri, og ef til vill líka með nafni, er hún hefir verið athuguð svo lengi, að menn hafa getað reiknað Út braut hennar. Unz það verður, er hún táknuð með stafasamsetning, t. d. ED. Á plánetuskránni standa nú (í Febrúar 18S9) 43C smáplá- netur. Meðalfjarlœgð þeirra frá sólu er milli 39 og 94 miljónir mílna, og umferðartími þeirra kringum sólina 3 til 10 ár, að undanskildri plánetunni Eros (433), er hjer verður síðar talin. Nöfn hinna fyrstu 281 smápláneta standa í almanakinu 1891, á þeim næstu fjörutíu og tveimur (282—323) í almanakinu 1897, og enn á þeim næstu tuttugu og fjórum (324—347) í almanak- inu 1898. Af hinum hafa þessar fengið þau nöfn, er hjer segir: 348 May, 349 Dembowska, 350 Ornamenta, 351 Yrsa, 352 Gísela, 354 Eleónóra, 369 Aería, 384 Búrdígala, 385 Ilmatar, 391 Ingi- björg, 392 Vilhelmína, 401 Ottilía, 412 Elísabetha, 413 Edbúrga, 416 Vatícana, 420 Bertholda, 421 Záhringía, 422 Berólína, 428 Mónachía, 433 Eros, 434 Hungaría. Plánetan Eros (433) er frábrugðin öllum öðrum smáplánetum. þetta má sjá á samanburði á braut hans og plánetunnar Mars, sem hjer skal sýndur: Minnsta íjarlægð frá sólu Eros. 222/3 Mars. 272/3 miljónir mílna. Meðalfjarlægð frá sólu 29 301/sj — — Mesta fjarlægð frá sólu 352/3 33l/3 — — Minnsta fjarlægð frá jörðu 8 72/a — — Umferðartími kringumsólina 13/, i8/» ár. Af þessu má sjá, að Eros getur komizt nær sólinni en Mars, að hann hins vegar reyndar og getur fjarlægzt sólina meira en Mars, en að meðalfjarlægð hans frá sólu þó er nokkru minni en Mars’, og umferðartími hans kringum sólina því líka nokkru minni en Mars’. þar sem allar aðrar smáplánetur, sem enn eru kunnar, eru milli Mars’ og Júpíters, liggur því Eros öllu fremur milli Mars’ og jarðarinnar, Af því leiðir, að hann getur komizt nær jörðinni en nokkur önnur pláneta. þær plánetur, sem menn hingað til hafa álitið að kæmust næst jörðunni, eru að öðru leytinu Venus, sem getur nálgast jörðina svo, að nemur um 6 miljónum mílna, og að hinu leytinu Mars, sem getur nálgast jörðina svo, að nemur um 8 miljónum mílna. Nú sýnir það sig, að Eros getur nálgast jörðina svo, að nemur 3 miljónum mílna. Hann er því að þessu leyti ekki að eins frábrugðinn hinum öðrum smá- Plánetum, heldur líka plánetunum yfirleitt, Einmitt þess vegna hefir honum verið gefið hi'S karlkenda gríska nafn Eros til að- greiningar frá hinum öðrum smáplánetum, sem allar hafa kvenna- heiti, og til aðgreiningar frá hinum stóru plánetum, sem allar bera latnesk nöfn. Eros fanst 13. Agúst 1898 og fann hann Witt við Uraníustjörnti- turninn í Berlín og sama daginn líka Charlois við stjörnuturninn i Nizza. Var hann fyrst táknaður með stafanafninu DQ. Má það merkilegt kalla, að hann skuli ekki hafa sjezt fyr, þótt hann

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.