Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 39

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 39
William Booth. Einn blaðútgefandinn hér á landi heitir þessu nafni, og enginn maður í heimi hefir talist útgefandi að jafnmikl- um blaðasæg á tugum tungumála, og öll blöðin eru og heita »Heróp« yfirhershöfðingjans, eða »generalsins« í Lundúnum. Nafn mannsins hlýtur að vera kunnngt um land alt, og mynd hans hafa lesendur Þjóðvinafélags-almanaksins séð 1895, en þá fylgdi að kalla engin saga með. Herinn hans eða »Hjálpræðisherinn« er þá eigi síður kunnur, enda feng- ið hér sem annarstaðar hæði last og lof. Reynslan hefii eigi enn þá sýnt það til fulls, hvort »herinn« á verulega erindi hingað til landsins. Ferða- mannahælið hans í Reykjavik er þarft og gott. Frá 1. mai 1898 til jafnlengdar 1899 hefir hælið hýst fult hálft fjórða þúsund manns. Hér »i fásinninu« er fátt um fólk af þvi tægi, sem herinn hefir komið að mestum notum. En alstaðar hefir herinn svo hátt og er svo áhlaupasamur, og í annan stað er svo mikið að láta af verkum hans í öðr- um löndum, að maklegt er að kynna sér dálitið betur mann- inn, sem öllu þessu hefir af stað komið og stjórnar enn, einvaldari en nokkur Austurlanda-harðstjóri. William Booth er Englendingur, fæddur i hænum Nott- ingham i miðju landi, 10. april 1829; þegar þetta er ritað, er karlinn rétt sjötugur, ern og hraustnr á sifeldum ferðaerli milli herstöðva sinna. Mikið er látið af mann- kostum móður hans, »sannheilög kona«, að því er áhang- endur generalsins segja, og kemur það heim við þá trú manna, að sonur sæki öllu fremur andlegt atgjörfi til móð- ur. Faðir Williams Booth var sæmdarmaður i sinni kaup- mannsiðn við góð efni, en hann dó á hezta aldri og hafði fé hans skömmu áður gengið til þurðar; William var þá tæp- lega kominn af bernskuskeiði, átti ekkjan ekki annan son, og sýndi sveinninn þá iangt um aldur fram ötulleik og hyggindi að annast heimilið. Heimilið taldist til hiskupakirkjunnar ensku, en 14 ára rakst W. B. inn i kapellu Metódista og snerist þar til brenn- andi trúar, og fylti brátt flokk þeirra, og þegar hann var (25)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.