Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Qupperneq 40
18 ára tók bann að prédika á samkomum þeirra, og var
prestvígður 24 ára. Tveim árum siðar (1855) gekk liann
að eiga konu sér jafnaldra, er hét Catherine Mumford, var
faðir hennar prestur hjá Metódistum, og hún sjálf frá bernsku-
árum verið heit i trúnni og sýnt dæmalausan kærleika við
menn og málleysingja. Alt hennar lif er sagt með einni
lítilli sögu: Katrin litla sá einu sinni drukkinn ræfil dreg-
inn um stræti, ætlaði lögregluþjónninn að stinga honum í
svartholið og á eftir fór rillinn með orgi og óbænum. Litla
stúlkan 6 ára gat ekki séð þennan vesaling svo illa kominn
án þess að sýna honum hluttekning sina, hljóp að og rétti
manninum höndina og leiddi hann að fangelsisdyrunum; hún
sagðist hafa gert það til þess að láta hann finna að allir
hefðu þó ekki snúið að honum bakinu. í>að verður eigi
gott ao greina hvort þeirra hjóna á meiri hlut i hinu mikla
kærleiksverki hersins. Til eins verður hennar að geta sér-
staklega og það er, að hún hefir i orði og verki öllum
framar gjörst talsmaður þess, að konur inættu eigi siður
hoða guðs orð en karlar, enda befir það sýnt sig að of-
drykkjumenn og aðrir vandræðagripir skipast tíðum betur
við orð kvenna en karla, og er þeirra heldur enginn munur
gerður í hernum. Katrin Booth, »móðir Hjálpræðishersius«,
andaðist 1890. •
William Booth hélst ekki lengi í prestsstöðunni hjá
Metódistum. Sjálfir fara þeir ekki sem spaklegast með trú-
boðið, en W. B. var þó heldur stórbrotinn fyrir þá
og árið 1861 segir hann skilið við félag þeirra. Sá hluti
Metódista, sem W. B. fylgdi hin síðari árin, hafði afar-
frjálslegt stjórnarfyrirkomulag, þar sem öllu var ráðið til
lykta með atkvæðafjölda á fundum, og á þaðan að stafa,
hve mikla óheit hann hefir á sliku þingræði.
Arið 1861 tekur W. B. að hoða trúna frálaus öllum
kirkjnlegum félagsskap. I fjögur ár var hann á ferðinni
um endilangt England, og prédikaði fyrir hverjum sem
heyra vildi, eigi síður undir berum himni en i húsum. 1
Lundúnaborg kynnist hann eymdarkjörum strætalýðsins, og
að sama skapi sem hann sá, að tugir þúsunda manna ólust
til eymdar og syndar án nokkurrar fræðingar eða hirðing-
ar nokkurstaðar að, óx honuin löngun að taka að sér oln-
(26)