Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 47
gjörðum innanhúss. Jarðyrkju og garðrækt læra þeir á
stórri sveitajörð, er liggur fast við skólann. Stúlkurnar
læra saum, matargjörð og alls kyns innanhússstörf.
Nokkurn hluta úrsins eru nemendurnir i vistum hingað
og þangað og vinna sér þá inn kaup, sem þeir eiga sjálfir.
Nokkuru af fé þessu eyða þeir jafnóðum til ýmislegs, en
afganginn geyma þeir á vöxtum, þangað til er þeir fara úr
skólanum. Margir þeirra eiga þá svo hundruðum króna skift-
ir. Dvöl Indíananna á heimilum hvitra manna er ef til vill
þýðingarmesta atriðið i uppeldi þeirra Einungis góð heimili
eru valin fyrir þá, og það er gert að skiiyrði, að þeir
séu látnir horða með húshændunum og yfir höfuð að tala
farið með þá, hvað alla umgengni snertir, eins og vanda-
menn á heimilinu. A hverju vistartimabili ferðast þar til
kjörnir menn til hvers einasta af heimilum þeim, er Indían-
ar frá skólanum dvelja á, til þess að vita, hvernig um þá
fer, og bvort, húshændunum ekki likar við þá. Auk þess
eru mánaðarlega sendar skýrslur tii skólans, er húsbænd-
urnir fylia út og undirrita. Indianar hafa kynt sig svo
að árlega koma svo bundruðum skiftir fleiri tilhoð til skól-
ans uni vistir handa þeim en föng eru á að sinna og eru
Indianar í skólanum þó nú orðnir á niunda hundrað.
Síðan skólinn var byrjaður, hafa ýmsar umbætur verið
gerðar. Allar framfarir i kensiuaðferð hafa jafnóðum ver-
ið lögleiddar þar, nýjum námsgreinum hetir verið bætt við
og svæði hinna fyrri stækkað. Nú sem stendur geta nem-
endnr útskrifast þaðan með prófi, er hér um bil svarar til
kennaraprófs alþýðuskólanna i Bandarikjunum. Yið skólann
eru ekki annað en ágætiskennarar í hverri grein sem er.
Alls eru nú um 70 manna við skólann sem kennendur og
umsjónarinenn, og gegna konur mörgum störfum þar.
Menn koma að langar leiðir til þess að sjá skóla þenn-
an og finst öllum mikið til um hann; mest finst mönnum
til um að sjá framfarir þær, er Indianar taka í honum.
Þar má sjá Indíana á öllum aldri, frá börnum 6 ára og
fram að þritugu, og þegar þeir hafa verið þar nokkra
mánuði hafa þeir lært látbragð siðaðra manna. Málið
nema þeir mjög fljótt; það eru dæmi til þess að börn hafa
á fáum mánuðum lært svo ensku, að þau gátu skilið og
(33)