Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 49

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 49
frábærleg hreinskilni. Hver sem í hlut á og við livern sem er, segir hann hlátt áfram og afdráttarlaust það, sem hon- um finst rétt, og breinskilni hans fylgir þetta sterka sann- færingarafl, sem menn ósjálfrátt virða og oftast nær sigr- ast af. Og þessari hreinskilni og sannfæringarfestu er sam- einuð úbifanleg trú á framþróunarafl alls lifsins og kærleiki til mannanna og trú á þeim, sem hrýst fram eins ósjálfrátt og náttúrlega eins og hjá barni, sem ekkert þekkir nema sólskin í lífinu. Innilegleikinn og hlýjan í viðmóti hans er svo sterk og náttúrleg, að menn hljóta strax að finna til þess, að hann vill þeim vel; hreinskilni hans er svo sönn, að menn trúa konum sér ósjálfrátt. Starfsþrek hans og fjör er nærri dæmalaust. Hann hefir oft ferðast og unnið á ýmsan hátt súlarhringunum saman. Þegar hann hefir beint vilja sinum að einhverju takmarki, þá mælir hann aldrei leið'ina né torfærurnar; þær eru ekki til fyrir honum, hann stefnir áfram beina leið og lítur aldrei aftur, og hann kemst, allajafna leið sína, þvi takmark hans liggur jafnan á leiðum ráðvands manns. En ekkert er svo litið, sé það til gagns eða framfara og fegurðar, að hann ekki gefi því gaurn, og allra manna er hann fróðleiksfúsastur. Hver maður og hver atburður í mannslifinu er mikilsvirði i lians augum; hann ber virðingu sannkristins manns fyrir lífinu, og styrkleiki hans á sínar dýpstu rætur i einfaldri, barnslegri trú á guð og réttlæti hans og gæzku. Þessum manni lærðu Indíanar að trúa og treysta, þó hann v*ri livitur, og við hann lærðu þeir að halda orð sin og eiða. Áhrif hans á þá voru eins og áhrif sólar- innar og stormsins, hann merkti þá með afli sjálfrar nátt- úrunnar, honum vildu þeir verða líkir, á hans guð vildu þeir trúa, þeir vildu hlýða honum, svo að hann sæi, að þeim þætti vænt nm hann. Það var Indianastúlka, sem fyrir fáum árum skrifaði foreldrum sinum, að hún hafði gert eitthvað, sein ekki átti að vera og Pratt refsaði henni fyr- ir, en svo bætti hún við: »Eg sá það i augum hans, að hon- um féll illa að þurfa að refsa mér, og raig tók svo sárt, að hafa bakað honum þessa sorg, að eg hef ásett inér að að gera það aldrei aftur«.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.