Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 54

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 54
Sept 7. Pórst bátur i fiskiróðri með 5 mönnum frá Óslandi 1 Skagafirði. — 9. Byrjaði nýtt blað á ísafirði, »ísfirðingur«; útkoma óákveðin. — 11. Frederik 0. Mathiesen, norskur háseti af síldveiða- skipi (»Nordkyn«), hvarf frá Hellu í Arskógsströnd; fanst 15. okt. örendur í fjöru þar. — 17. Unglingspiltur frá Hömrum í Haukadal, Ingólfur Jónsson, druknaði í ánni þar af hestbaki. — 28. Brann veitingahns Hórólfs Yigfússonar á Búðum i Fáskrúðsfirði. Talsverðu bjargað. — 24. Ólafur Guðmundsson frá Höfða á Vatnsleysustr. hvarf frá Seyðisfirði og fanst ekki — 26. Ofsaveður. Druknuðu 2 menn af bát. úr Hrappsey; 1 bjargað. Þilskipið »Blue Bell« (Finnb. Lárussonar i Garði) strandaði i Leiru og braut i spón; 1 druknaði, 3 bjargað. — 27. Kristinn Jónsson frá Tjörnum i Eyjaf. (f. 9/i ’76) viltist i fjárleitum suður um fjöll; fanst lifandi eftir 7 daga (4 okt.) í Eystri-Hrepps afrétti af Eiríki bónda Ólafssyni í Mástungu. Hann var nokkuð kalinn, en var fluttnr síðan til Kvikur og lifði af. I þessum mán. rak á land i Ólafsvík »kúttari«, eign Björns kaupm. Sigurðssonar í Flatey. Manntjón ekkert. Hval rak við Núpskötlu á Sléttu. Okt. 3. Bjargaðopnu skipi í aflandsroki með 10 mönnum 2 milur úti í hafi undan Hvalsnesi við Keykjanes af Han- sen skipstjóra á »Aldebaran« frá Stafangri. — 7. Brann gamli bærinn á Sauðafelli i Dölum; fórust all- miklir munir. — 15. Ibúðar- og verzlunarhús Gisla Hjálmarssonar kaup- manns á Nesi í Norðfirði brann til kaldra koia. Litlu bjargað; manntjón ekkert. -— 19. Vígður barnaskóli nýr í Rvík. — 20. Einkaréttur veittur verksmiðjufélagi í Dublin að gjöra verkfæri til að þurka fisk o. fl. — 29. Jónas Guðmundsson, járnsmiður á Ölvaldsstöðum J Borgarhrepp, varð bráðkvaddur á lieimleið frá Borgar- nesi (um 70 ára?). (40)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.