Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 62
og tekur við' ríkisstjórn. Henry ofursti i París játar a
sig skjalafólsun í Dreyfus-nsálinu og ræöur sér banasíð-
an í gæzluvarðhaldi.
Sept. 2, Bretar og Egiptar vinna mikinn sigur á falsspá-
manni Araba hjá Omdurman í Sudan. Féllu 11000 af
liði falsspámannsins og 10000 sárir, en af Bretum og
Egiptum féllu ekki nema rúm 200 manna.
— 6. Upphlaup i Krít og manndráp. Varakonsúll Breta
drepinn. Slys á St. Lawrenee fljóti; járnbrautarbrú hryn-
ur í fljótið.
— 10. Elisabet Austurrikisdrotning myrt í Genf af Luc-
cheni, ítölskum stjórnleysingja.
— 15. S. Spencer og dr. Bersou komast 27,500 feta hátt í
loft upp frá Krystalshöllinni í Lundúnum.
— 17. Stofnaðar póstgöngur að hætti Evrópumanna um
alt Kinaveldi.
Okt. 11. Vilhjálmnr keisari II. leggur á stað i ferð til
Tyiklands og Jórsala.
— 14. Jarðarför Louise Danadrotningar.
— 19. Sjóorusta við Manilla með Bandaríkjamönnum og upp-
reistarliðinu í Filippseyjum, er beið ósigur.
— 31. Dupuy kemur upp nýju ráðapeyti á Frakklandi.
(Okt.) Viðsjár milli Breta og Frakka út af Fashoda i Sudan.
Nóv. 4. Landst]óri Tyrkja i Krit leggur niður völdin. Vil-
hjálmur keisari og drotning hans leggja á stað heim-
leiðis frá Jórsölum.
—• 0. Eldsvoði i höll forsotans í Washington. Skjalasafn
hæstaréttar brennur.
— 8. Stórveldin skipa landstjóra Tyrkja í Krit burt þaðan
með hersveitir soldáns.
— 10. Drotuingarmorðinginn Luccheni dæmdur í ævilanga
refsihúsvist.
— 12. Herstjóri og hersveitir Tyrkja fara alfarið úr Krít.
— 24. Frú Dreyfus leyft að símrita manni sinum.
— 26. Georg, konungsson frá Hrikklandi, kjörinn landsstjóri
í Krít af fjórum stórveldunum.
— 28. Spánverjar ganga að friðarkostum Bandarikjamanna.
De.s. 2. Fimtiu ára stjprnarafmæli Franz Jósefs keisara hald-
ið hátiðlegt í Austurríki og á Ungverjalandi.
(48)