Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 76

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 76
Veðurspár þeirra gömlu. Pálsmessa (25. janúar): Heiðríkt veður og himininn klár á helga Paulus messu, mun það boða mjög gott ár; marka’ eg það af þessu. En ef þokan Oðins kvon á þeim degi byrgir fénaðardauða og fellisvon forsjáll bóndinn syrgir. Febrúarmánuður: Febris ef ei færir fjúk frost né hörku neina, kuldi sár þá kemur á búk, karlmenn þetta reyna. Ef þig fýsir gefa að gætur gátum fyrri þjóða, páskafrostið fölna lætur Frebruari gróða. Kyndilmessa (2 febrúar): Ef i heiði sólin sést á sjálfa kyndilmessu. vænta snjóa máttu mest, maður, upp frá þessu. Pétursmessa (22. febrúar): Ef Pétur i feikn og frosti særir, ferna tiu með sér færir, vorið vist óvíða nærir, verða sauðir ei frjóbærir. Matthiasmessa (24. febrúar, 25. febr. í blaupári = Hlaup ársmessa): Mattbías þiðir oftast ís, ‘— er það greint í versum, — annars kæla verður vis, ef vana bregður þessum. Matthias ef mjúkur er, máttugt frost þá vorið ber, vindur, hrið og veðrið hart verður fram á sumarið bjart. (62)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.