Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 86

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Side 86
á miðja strengina, en ^aðan verður svo sá, sem i kláfnum situr, að draga sig til bjargbrúnarinnar hinu megin árinn- ar. Ferðalag þetta er ekki skemtilegt, þar sem gljúfrin eru djúp og geigvænleg. — Það er vonandi, að ekki líði lang- ur tími þar til þetta flutnings-áliald legst niður, og brýr koma i staðinn. Einnig er vonandi að fá ár líði þar til búið er að rífa allar torfkirlcjur á landinu; þær bera vott um heldur litla fegurðartilfinningu landsmanna, þeirra sem una við torf- kirkjurnar. En þegar liðnir eru nokkrir áratugir frá því þær eru aftur gerðar að grænum velli, þá mun þykja gam- an að sjá, hvernig þær hafa litið út; þess vegna er hér sett mynd af Flugumýrar-kirkju í Skagafirði. Sú sýsla hef- ir verið þrautseigust við torfkirkjunnar. Drangey er prýði Skagafjarðar; hún er gull-falleg við ■súlarlag þegar kvöldroða slær á himinin, og logn er á firðinum A myndinni nýtur hún sín ekki eins vel og hún á skilið. Greysir er einn af hinum einkennilegustu náttúruafbrigðum, unun á að horfa, og kjörgripur landsins. /S'celuhúsið, sem myndin er at', er við Kjalveg. J?að er hæði broslegt og hrygðarefni, að sjá slíkt hreysi kallað sœluhús Sú ferð getur eigi verið skemtiferð, þar sem það er réttnefnd sæla, að leggjast lúinn og lirakinn í slíkan kofa, langt frá mannabygðum. Fé landsins er varið til margs, sem minni þörf er á, en þó nokkurum þúsund krónum væri varið til að gera sælulegri bústaði en þessi kofi er fyrir hrakta ferðamenn i óbygðum, en jafnframt þyrfti að búa til lög og ströng hegning lögð við skemdum á slíkum húsum. Fátt er þrælslegra en að brjóta glugga, skilja við húsin opin, svo þau fenni full, og stela úr þeim spýtum eða öðru, sem þar er haft ferðamönnum til liagræðis. Það hlýtur þó hver maður að sjá, að hús þessi eru bygð af mannúð og til að bjarga lífi ferðamanna í illviðri, sé þeim eigi spilt. Tr. Gr.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.