Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Qupperneq 38
ar, er lýsa á hinum yngstu heimspekingum (t. d. Guyau,
Nietczshe), er siðan hafa hlotið heimsfrægð eða eru hættir
ritstörfum. Höffding litur á heimspekisöguna sem langa
og margbreytilega samræðu um lielztu og merkustu gát-
ur mannsandans, en þó að hann sje ærið skarpur, að
benda á þessi hugsanasambönd, virðist hann síður gá að
því, að heimspekikerfin, eins og trúarbrögðin, eru opt og
einatt aðeins búningur óska manns og vona, og að þau
eru engu síður sprottin af ýmsum hvötum og tilfinning-
um mannanna.
Einmitt þetta hefur Höffding sýnt fram á í síðasta
og merkasta riti sínu „Trúspeki11 (Religionsfilosofi, Kbb.
1901). Hvarflar hann þar aptur til áhugaefnis síns, trúar-
tilfinningar mannsins, þó eigi til þess að taka aptur ást-
fóstri við hana, en öllu fremur, til þess, eins og vísinda-
manninum er lagið, að krytja hana og brjóta hana til
mergjar. Yirðist honum hún sprottin af óskum manna
og vonurn. Þannig er manninum annt um lif sitt, og þvi
óskar hann sjer eilifs lífs; maðurinn metur og gæði lífs-
ins, andleg og veraldleg, og því æskir hann sjer eilifrar
sælu, en hann sjer, að hann munií veikleika sinum þurfa
til þess æðri máttar, og því óskar hann að guð sje til og
trúir á tilveru hans. Má koma öllu þessu í tvö orð, sem
raunar er illt að snúa á íslenzku, en það er að maðurinn
í trú sinni og þrá óski sjer „viðhalds gæðanna11 (værdiens
bestáen); er það að vísu satt, en það mun sanni nær, að
hann fremur óski sjer aukin öll gæði.
Nú er svo komið, hvort sem það er visindunum að
þakka eða kenna, að menn geta nú naumast trúað bók-
stafnum sem áður, nje heldur kreddunum, sem ekki eru
annað en andlegir steingervingar, er dagað hafa uppi við
sólarupprás frjálsrar rannsóknar, og hljóta menn því að
taka þessar trúarkenningar sem ímynd æðri sannleika að
eins eða finna þá nýjar líkingar upp á það, er mennirnir
hyggja að sje æðst og dýpst í tilverunni. „Aður var trú-
in“, eins og Höffding segir, „eldstólpinn, er fór á undan
herfylking mannkynsins í eyðimörkinni; nú er hún orðin