Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 41

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 41
mennur bær, er Herning heitir, 5 mílur vestur frá Silki- 3)org, og gæti þar beitið miðstöð beiðaræktunarinnar- Ný- græddir skógar skýla ökrunum, yatni er náð yfir til á- -yeitu, hvar sem ]>ví verður við komið, og þó að svo hafi farið í Danmörku, þrátt fyrir allar landbúnaðarframfarirn- ar, að borgirnar bafa dregið til sín yfirleitt mannfjölgun- ina að stórum mun, þá er öðru máli að gegna uin Vest- nr-Jótland; þar befir á síðustu 30 árum fólkinu tjölgað til sveita jafnmikið og í öllum öðrum bygðum Danmerkur samanlögðutn. Þetla mikla landnám er að þakka traustum félags- skap og ágætri t'orstöðu, og forgöngumaðurinn var Dalgas ofursti. Hann hét fullu nafni Enrico Mylius Dalgas og var fæddur í Neapel 16 júlí 1828, var faðir hans þar kaup- maður og danskur konsúll, ættin frönsk en verið í Dan- mörku frá því á 18. öld. Þegar Enrico eða Hinrik litli var 7 ára misti hann föður sinn, og hvarf móðir hans þá heim til Kaupmannahafnar, og ólst sveinninn þar upp. Dalgas hafði aldur til að ná i Slésvíkurstríðið fyrra og var þá orðinn t'oringi í stórskotaliðinu. Að því loknu komst hann í stjórn vegamála á Jótlandi, og hélt hann þeim starfa eins eftir það, að vegamál höfðu, lögum sam- kvæmt, að mestu komist undir sveitarstjórnirnar, en það gjörðist árið 1867, og var hann síðari árin æðsti yfirum- sjónarmaður allra vegagjörða. Með þeim hætti gjörðist það að Dalgas lifði að kalla öll fullorðinsárin á Jótlandi, og það lengst af í Árósum og varð Jótum svo handgenginn og svo þarfur maður, að engan telja þeir slíkan á liðinni öld. Þessi vegastjórn bjó Dalgas einmitt svo vel undir æfi- starfið. Hann lærði að stjórna, hann var á sífeldu ferða- lagi og kyntist ótal mönnum og varð einkar vinsæll og vel metinn, og hann þekti hvern krók og kima í landinu, sá hvernig jarðvegurinn varísáriðvið vegagröft, og hvern- ig landinu hallaði og hvar vatni yrði náð upp til að frjóvga hið þurra og sendna land. Launin við herforingjastöðuna (35)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.