Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 85

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 85
Auk þessara 39 skipa hafa gengið til þorskveiða nokk- ur þilskip frá Hafnarfirði og Keflavík. I ár voru þau 12, sem öfluðu samtals 201,000 fiska eður til jaðnaðar 16,750. Þessi 51 skip hafa þannig fiskað alls 1 mill. og 12 þús. fiska, sem óhœtt má reikna að verði 8000 Skpd. af verk- uðum saltfiski, sem er nálægt ‘/2 mill. kr. virði með yfir 60 kr. verði á skpd. Þetta er mikill fengur á túmum 3 mán., og þó á þeim tíma árs, sem landhóndinn hefur litla vinnu, er peningar fást strax fyrir. Rúmlega 1000 manns hafa unnið að þessari veiði, og voru flestir ráðnir upp á hálfdrætti, hafa þeir þá átt helming aflans eður allt að 250,000 kr. virði. Tvísýnt er að þeir hefðu fengið jafn- mikið þó þeir hefðu sama tima unnið í góðri gullnámu, og svo miklð er víst, að kæmi frjett frá Ameríku um jafn ábatasama atvinnu þar, þá mundi enn þá fleiri -flýa land- ið og fara þangað. Ef reiknað er, að 21 maður hafi verið til jafnaðar á hverju skipi, sem mun næst því rjetta, þá hefur hver skipverji að meðaltali dregið 1020 fiska, á skip frá Sel- tjarnarnesi, á skip frá Reykjavik 980 f. og frá Hafnar- firði tæp 800 fiska. — Mestur afli á skip var 33,000 fiskar. Þar næst 1 skip 31,500 f., 3 skip nálægt 29,000 f., 12 skip frá 23-28 þús. hin öll minna. Til samanburðar get jeg sett hjer skýrslu um afla af 32 frönskum fiskiskipum, sem komu á Reykjavíkurhöfn um miðjan maí mán. þ. á. og höfðu fiskað við suðurströnd íslands frá 14. og 28. febrúar til 5. maí. Öll skipin eru stórar „Skonortur11 frá 100 — 140 smá- lestir að stærð, ágætlega úthúin. Á þeim voru 813 menn eða 25'/„ maður að meðaltali á skipi. Þeir fiskuðu alls 828,000 þorska, það er að meðaltali 25,875 f. á skip og á mann 1018 fiskar. Það skipið sem mest aflaði fjekk 36,000 fiska, 4 skíp að meðaltali 31,500 f., 6 meðaltal 29,000 f., 9 skip meðaltal 26,000 f., 10 skip meðaltal 21,200 f., 2 skip fengu minnst 20,000 f. hvert. Vorvertíðin (til Jónsmessu) hefur verið i tæpu meðallagi fyrir skip frá Faxaflóa, þó fjekk aflahæzta skipið 32,000 fiska á vortíðinni og 3 skip yfir 26,000 f. En fiskur sá er aflast á vorvertíð er ætíð helmingi til >/g minna virði en sá fiskur, sem aflast á vetrarvertíð. Tr. Gr. (™)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.