Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 6
næst á eptir almanakinn. }>ar má t. d. sjá við 2. Jan. 12 4'
{>að merkir: að þá er miðtími 4 mínútum á undan súltíma eða
að sigurverk sýna 4 mínútur yíir hádegi, þegar sdlspjaldið sýnir
hádegi sjálft (kl. 12); við 24. Okt. stendur 11 44'; það merkir: að
þá skulu sigurverk sýna 1! stundir og 44 mínútur, þegar sól-
spjaldið sýnir hádegi, o. s. frv.
í þriðja dálki er töluröð, sem sýnir hvern tíma og mlnútu
tungl er í hádegisstað á hverjum degi; þar af má marka sjávai-
fðll, flúð og fjörur.
í yzta dálki til hægri handar stendur hiiS forna íslenzka tímatal;
eptir því er árinu skipt í 12 mánuði þrítugmetta og 4 daga um-
fram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í því er
aukið viku 5. eða 6. hvert ár í nýja stíl; það heitir sumarauki
eða lagníngarvika.
Árið 1906 er sunnudagsbókstafur: G. — Gyllinital: 7.
Milii jóla og langaföstu eru 8 vikur og 6 dagar.
Lengstur dagurí Reykjavík20st.56m.,skemmstur3 st.58 tn.
Mvrrvak 1906.
1. Tunglmyrkvi 9. Febrúar. Hann stendur yfir frá kl. 4.29'
til 8.9' f. m., er almyrkvi frá kl. 5.30' til 7.9' f. m. og sjest á
íslandi frá upphafi til enda.
2. Sólniyrlivi 23. Febrúar. Hann nær í mesta iagi yfir
helminginn af þvermæli sólarinnar og sjest ekki nema í löndunum
við Suðurheimskautið og nálægum hjeruðum.
3. Sólmyrkvi 21. Júlí. Hann nær í mesta lagi yfir l/8 af
þvermæli sólhvelsins og sjest ekki nema í Atlantshafinu sunnan-
verðu og á suðurodda Suðurameríku.
4. lunglmyrkvi 4. Agúst. Hann verður almyrlcvi, en sjest
yfirlcitt ekki á íslandi.
5. Sólmyrkvi 19. Agúst. Hann nær í mesta lagi yfir 1 /3 af
þvermæli sólhvelsins og sjest ekki nema í löndunum við Norður-
heimskautið og nálægum hjeruðum, en þó ekki á íslandi.
Nóttina milli 9. og 10. September kl. 12.46' —1.49' hylur
tunglið hina skæru fastastjörnu Aldebaran, hið rauða auga nautsins
(nautsmerkisins).