Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 72
— 7. Orusta við Karó í Tíbet milli Breta og inn-
fæddra manna. Af Tíbetingum falla 200, en 80 særast.
— s. d. Japansmenn hafa náð yfirráðum yfir Liaó-
tong-skaga og umkringt Port Arthur.
•— 13. Dr. Jameson lýsir pví yfir á þingi Kaplend-
inga, að öllum uppreisnarmönnum, sem í fangels-
um hafi setið vegna Búastríðsins, séu nú gefnar
upp sakir.
— 16. Skógareldar gera skaða í Grikklandi.
— 21. Frakkastjórn kallar sendiherra sinn heim frá
hirð páfans.
Júní 12. Manúel Quintana valinn forseti í Argentínu
og Josée Pardó forseti í Perú í Suður-Ameríku.
— 14. Fjölmennur fundur í Helsingfors mótmælir
aðförum Rússastjórnar í Finnlandi.
— 15. Kviknarí skemtiferðaskipi, með 1500 manna inn-
an borðs, skammt frá New York; 1000 manns farast.
— 16. Bobrikoff, landstjóri Rússa i Finnlandi, skotinn
í Helsingfors af ungum manni finnskum.
Júli 2. Gufuskipið »Norge« rekst á sker íAtlantshaf-
inu, vestur af Orkneyjum, á leið til Ameríku með
800 farþega; aðeins 128 komast lífs af.
— 28. Plehve, innanríkisráðherra Rússa, myrtur á
götu í St. Pétursborg.
— 29, Lýst yfir fullum fjandskap milli Frakkastjórn-
ar og páfans.
Ágúst 3. Herflokkur Breta í Tíbet kemur til höfuð-
borgarinnar Lhasa.
— 10. Sjóorusta mikil sunnan við PortArthur. Jap-
ansmenn sigra.
— 12. Fæddur ríkiserflngi í Rússlandi, skírður Alexis.
— s. d. Undirskrifaður samningur um gerðardómai
ágreiningsmálum milli Svípjóðar og Noregs öðru-
megin og Bretlands hinu megin.
— 14. 470 kjörnir jafnaðarmannafulltrúar koma sam-
an á alþjóðafund í Amsterdam.
(58)