Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 47
Nikulás II. Rtissakeisain
Nikulás II. Rússakeisari er fæddur þann 18. Maí
1868, og er elzti sonur Alexanders III. Rússalteisara
og Maríu Feodorowna (Dagmar) drottningar lians, sem
eins og kunnugt er er dóttir Kristjáns IX. Danakon-
ungs. Eins og vænta rnátti lilaut hann í æsku sinni
það uppeldi og þá uppfræðslu, er keisaraefni samdi,
og stóð Danilowitsch hershöfðingi fvrir uppeldi hans.
Naut hann fyrst þeirrar fræðslu i tungumálum og'
öðrum bóklegum fræðum, cr henta þótti framtiðar-
hefð hans, og að því búnu í allri herkunnáttu; gerð-
ist hann lautinant í liði Rússa árið 1886. Arið
1890 hóf hann ásamt frænda sínum Georg Grikkja-
prinzi ferð viða um lieim, fór fvrst til Egyptalands,
þaðan til Indlands, Java, Síarn, Kína, Japan og íleiri
landa í Austurálfu heims; meðan hann dvaldi í Japan
í leiðangri þessum, var honum 23. Apríl 1891 í ná-
munda við Kioto veitt banatilræði af Japana einum;
varð keisaraefni sár á höfði og mundi tilræðið hafa
orðið honum að bana, hefði félagi hans, Gcorg Grikkja-
prinz, sem er talinn afburðakarlmenni, eigi staðið við
hlið honum og fengið horið af honum lagið og þar-
með borgið lífi hans. Frá Japan hélt keisaraefni
heim til Rússlands yfir Siberíu; kyntist hann þá stað-
liáttum þar og vaknaði hjá honum áhugi á að fá lagða
járnbraut frá Rússlandi þvcrt yfir Síberíu til Kyrra-
hafsstranda, sem seinna heíir orðið að framkvæmd
eftir að hann kom til valda.
Eftir lát Alexanders III. varð haun 1. Nóvbr.
1894 einvaldi yfir öllum Rússum, þá að eins 26 ára
gamall, og' 26. Nóvbr. s. á. kvæntist hann Alix, prins-
essu af Hessen, er hlaut sem drottning nafnið Alex-
andra; hún er fædd 6. Júníl872. Keisari og drottning
hans vóru krýnd í Moskva 26. Mai 1896, og fylgdi
(33)