Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 54
vantaöi til að flytja afurðirnar á heimsmarkaðinn;
en eftir að járnbrautin komst á, hefir landinu stór-
fleygt fram og er talið að muni verða framtiðar
kornforðabúr Evrópu; ennfremur er smjörgerð og
smjörsala til Englands í slíkum uppgangi, að Dönum,
smjörgerðarmeisturum heimsins, er jafnvel farinn að
standa stuggur af.
En Witte barðist eftir meg'ni gegn þvi að til ófríðar
kæmi milli Japana og Rússa og' hélt þvi fram, að
Rússar þyrftu eigi að eignast meira land, en þeir
þegar hefðu, en þeir þörfnuðust aftur á móti mest
af öllu friðar og' kvrðar til að bæta kjör lýða og
Janda sinna. Petta mislíkaði hirðgæðingum þeim
sem vildu eigi að Rússar héldu loforð sin og' skil-
uðu aftur Mandsjúríu, og tókst þeim að afflytja
Witte svo mjög, að hann var sviftur ráðherrastöðu
sinni. Raunar var Witte í orði kveðnu gerður að
»forseta rikisráðsins«, en sú staða er i Rússlandi
valdalitil og vart nema nafnið eitt. Afleiðingar þess
að Rússar skiluðu eigi aftur Mandsjúríu urðu þær,
að stríðið hófst og' að yfir landið liaíá dunið allar
þær hörmungar, sem því eru samfara, afarmiklar
blóðsútliellingar, fjártjón og margs konar önnur
■eymd, að því ógleymdu, að allar ófarirnar í ófrið-
inum hafa stórlega orðið virðingu landsins til
hnekkis í augum allra þjóða, og stendur þeim nú
eigi slíkur stuggur af hinu rússneska- stórveldis-
bákni sem áður.
Keisarinn og' drottning' hans eignuðust fvrst 4 dæt-
ur og' olli það þeim hugsýki, að þeim varð eigi ríkis-
erfmgja auðið. En nú í sumar fengu keisarahjónin
liina langþráðu ósk sina uppfylta, keisaranum fædd-
ist sonur og Rússland heíir nú þannig' eignast ríkis-
eríingja, og er það nær hin eina huggun landsins á
þessum mótlætis og reynslu tímum. Keisarinn út-
nefndi þegar í stað son sinn til yfirhershöfðingja yfir
liði Rússa i Mandsjúrii, og við skírn hansveitti keis-
(40)