Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 52
hendi við Kínverja Liaotung-skagann og Port Arthur,
sem Japanar pá höfðu unnið af Kínverjum. Prem
árum síðar, 1898, létu Rússar Kinverja afhenda sér
á leigu Liaotungskagann og Port Arthur, sem Rússar
lengi höfðu haft augastað á. Eftir alpjóðaófriðinn
gegn Kína árið 1901 hremdu Rússar einnig Mandsjú-
ríið frá Kínverjum, en kváðust pó ætla að skila pví
bráðlega aftur og keisarinn hét pví jafnframt að svo
skyldi verða gert, en eigi varð pó úr pví. Afleiðingin
af pvi að Rússar efndu eigi eða tregðuðust %dð að
efna petta heit, A'arð eins og kunnugt er sú, að Jap-
anar hófu ófriðinn, poldu eigi lengur mátið eftir að
Rússar höfðu hvað eftir annað dregið sem mest peir
máttu að svara Japönum, er heimtuðu að keisarinn
skilaði aftur Mandsjúríinu. Aðferð Rússa við sam-
ningsleitunina við Japana á undan stríðiuu er ein-
kennileg. Japanar gáfu skjót svör og skýr, en Rússar
fóru alt af undan í flæmingi og drógu svör sín sem
mest á lang'inn tíl pess að fá sem mestan tíma til í
viðbúnaðar í Austurasíu, ef í harðbakka slægi. Pað
er eigi Japönum láandi pótt polinmæði peirra brysti
að lokum úr pví að svona var í garðinij búið af
Rússa hálfu. En Rússar misreiknuðu sig heldur en
ekki. Peir póttust hafa ráð Japana í hendi sér og
hugðu pá aldrei mundu dirfast að hefja ófriðinn; en
önnur Ararð raunin á eins og kunnugt er og fáa
mundi hafa grunað að Japanar væru slíkt stórveldi
og stæðu jafn hátt i allri menningu og raun hefir
borið vitni í öllum ófriðinum. Pað parf nákvæma
pekkingu á öllum náttúruöflum og hagnýting peirra
til að heyja hernað nú á dögum, og sú pjóö lilýtur
að vera vel ment, er slíkan dugnað sýnir í allri her-
kunnustu sem Japanar hafa gert í ófriði pessum. Nu
eru peir orðnir yfirráðendur í Port Arthur í annað
sinn og munu nú eigi láta borgina lausa hvað sem
tautar.
Hvern pátt keisarinn sjálfur eigi í upptökum
(38)
á