Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Síða 42
forsetanum. Þar er bókasafn, lestrarherbergi, mörg
skrifborð og öll önnur þægindi. Pangað flytur heill
liópur skrifara, aðstoðarmanna, afgreiðslumanna og
sendiboða með forsetanum og svo rennur stjórnar-
skrifstofa Bandaríkjanna á stað eftir óþrjótandi járn-
brautarteinum. Á hverri stöð er troðnum poka af
póstbréfum og símskeytum kipt út úr vagninum og
öðrum varpað inn i staðinn. Ef lestin nemur ekki
staðar, er póstpokanum skutlað inn um opinn glugg3
á vagninum með þar til gerðri vél, en hinum fleygt
út um leið og lestin rýkur fram hjá. Ef lestin á að
nema staðar, er orðið troðfult af fólki á stéttinni
löngu áður en hún kemur. Allir vilja sjá forsetann
fræga. Roosevelt kemur þá snöggvast út á vagnpall'
inn, heldur eina af hinum orðlögðu andartaks-ræðum
sínum og lofar mönnum að taka af sér Ijósmyudir
á meðan.
En þrátt fyrir alt annrikið kemur það fyrir, að
Roosevelt hefir tómstundir, en það er síður en svo,
að hann verji þeim til ónýtis. Pá gengur liann uin
gólf í skrifstofu sinni með jöfnum, þungum stigunr,
hrejdir líkamann og stælir hina miklu vöðva. En á
meðan les hann hraðritara sínum fyrir skemtilegar
og skáldlegar veiðisögur eða fróðlegar réttarfarsrit-
gerðir.
Roosevelt er reglumaður hinn mesti og hófsmað-
ur í öllu. Líkama sinn æfir hann daglega, enda hefu'
hann nú ágæta heilsu og verður aldrei misdægurt-
Hann segist sofa eins og steinn á hverri nóttu frá pvi
að hann leggur höfuðið á koddann, og telurgóðan og
i'eglulegan svefn aðal-ástæðuna til þess, að heilinn
láti ekki undan öllu því feiknastarfi, sem á hann er
lagt. Heimilislíf hans er bæði ástríkt og ánægjulegt
og hann á hraust og mannvænleg börn. Fyrir 2-—3
arum giftist dóttir hans, Alice að nafni, ungum þing"
raanni, og ferðuöust þau hingað til álfu um brúð-
kaupsleytið. Var þeim hvarvetna tekið sem væri hún
(32)