Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Síða 92
1 maður fékk 125 kr., 2 menn 100 kr hver, 13
menn 75 kr. hver og 34 menn 50 kr. hver.
En árið 1907 fékk 1 maður 150 kr., 5 menn 100
kr. hver, 4 menn 75 kr. hver og 31 maður 50 kr.
hver. Alls veitt 2500 kr.
Verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. fengu
sama ár Halldór Jónsson í Vík í Skaftafellssýslu og
Olafur Finnsson Fellsenda i Dalasýslu, 140 kr. hver.
Bœndur á alpingi:
Árið 1874 16. 1880 11. 1885 10. 1891 12. 1894 12.
— 1900 9. 1902 11. 1903 5. 1905 6. 1909 9.
og sama ár 6 ritstjórar. Tr. G.
Ameríkanskar auglýsingar.
Lauslega tekið eftir blaðinu 'sAusturland«.
Mussel Leikhússtjóri ætlaði að láta leika uni
kvöldið nýtt leikrit. Snemma um morguninnléthann
festa upp auglýsingar á götuhornum, að hann vildi
kaupa 500 ketti, og borgaði þá með aðg'öngumiða í
leikhúsið sitt. Allir, sem fietta lásu, vinnufólk, götu-
lýður og krakkar, fóru strax að elta upp alla flæk-
ingsketti sem sáust, og úr pessu varð mesti eltingaleik-
ur. En um hádegi var leikhússtjórinn' búinn að fa
500 ketti með ýmsum litum. Hann lét binda miða
með skrantlegum borða um skottið á hverjum kettx,
og á miðanum stóð: »í kvöld á að leika í leikhúsi
mínu nýjan og mjög áhrifamikinn leik, sem heitir
»Kattarkló«. Svo var öllum köttunum slept lausum,
en þeir voru ekki lengi að leita í átthagana, og bar-
ust pannig auglýsingarnar út um mestan hlula bæj-
arins á örstuttum tíma. Hvar sem kettirnir fóru voru
stórir hópar af götustrákum á eftir peim, svo alt
(82)