Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 93
varð í uppnámi og fólksþyrpingar á götunum. Sem
geta má nærri var leikhúsið troðíult mörg kvöld
eftir þetta.
Regnkápusali fann upp á því einn morgun,
láta unga stúlku fríða standa prúðbúna i búðar-
glugganum, sem með litlu millibili flej'gði svo yfir
S1g regnkápu með hettu, og lét svo dynja yfir sig
sterkt steypubað stanslaust í 10 mínútur. Peim sem
fram hjá gengu þóttu þetta kátlegar aðfarir, svo fjöldi
iólks þyrptist að glugganum. Pegar vatnsbunan hætti,
kastaði stúlkan kápunni af sér og sýndi, að föt hennar
^°ru öll þur. Petta var endurtekið mestan hluta
dags í nokkra daga. Á meðan var búðin full af kaup-
endum, og langan tíma eftir það.
S n e m m a dags var hrundið upp hurð á af-
greiðslustofu blaðstjóra nokkurs, og út þeyltust tveir
Arabar með stúlku milli sin. Þeir hröðuðu ferðinni
sem mest þeir máttu, en hún streittist í móti og bar
s'g illa. Fólk streymdi að til þess að hjálpa stúlk-
nnni, en þá tók annar Arabinn upp rýting og lézt ætla
að drepa stúlkuna, en hinn þrífur þá skammbyssu af
Pelti sinu. Pegar áhorfendur sáu þessar aðfarir, urðu
þeir óttaslegnir og æptu um hjálp lögreglunnar. En
Því meir furðaði menn á þvi, þegar stúlkan og Ara-
barnir alt í einu stóðu grafkyr og róleg, og annar
Þeirra segir: »Eg ætlaði ekki að vinna stúlkunni
mem; eg ætlaði að eins að sýna viðburð i langri og
sþennandi sögu, sem heitir »Rauði túlkurinn«; hún
"yrjar aö koma út í dagblaðinu N. N. í dag«.
, þessi sami leikur var leikinn á nokkrum stöðum
i borginni sama daginn, en um kvöldið þurftu allir
að kaupa blaðið til þess að sjá söguna. Tr. G.
(83)