Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 39
Tveir langíerðamenn
Lengi er það búið að þvælast fyrir mönnum að
þekkja til hlýtar þennan hnött, sem vér búum á, og
enn brestur mikið á að svo sé. Ekki einu sinni yfir-
borð hans er oss fyllilega kunnugt, þvi síður það sem
hann geymir undir skelinni. Oft hefir þó verið geng-
ið rösklega að þvi, að rannsaka löndin og höfin. —
Fönikíunienn reru kuggum sínum, — sem lítt voru
þó lagaðir til gangsins, nærri því eins og balar í
laginu — hringinn i kring um Afríku. Forn-Grikkir
fóru langar landkönnunarferðir yfir ódæma-landflæmi,
óbygð eða bygð siðlausum þjóðum, alla leið norður
i lönd miðnætur-sólarinnar og fundu »Thule«. Spán-
verjar og Portúgaismenn juku þekkingu manna á
bygðum löndum um helming er þeir fundu Vestur-
heim og suðurleiðina frá Evrópu tii Indlands. Síðan
hefir liver sigurvinningin rekið aðra í landafræðis-
sögunni. Menn liafa komist hringinn í kring um
Ameríku sjóleiðis og um hana þvera og endilanga á
landi. Nú vita menn að Grænland er eyja mikil og
fært norðan um það á sumrin. »Meginlandið myrka«
(Afríka) hefir verið könnuð að allmiklu leyti. Stanley
og Liwingstone og fleiri dugnaðarmenn hafa rutt sér
brautir gegnum l'rumskóga þess í miðjulandi, fundið
þar stór vötn og skipgeng fljót, og séð jökli þakta
fjallatinda undir sjálfri miðjarðarlínunni. Ástralíu-
meginlandið er mest alt orðið kunnugt og eins hin-
ar miklu ej'jar í suðurhöfunum. Sjóleiðin norðan
um Siberiu liefir verið farin (Nordenskjöld) og menn
hafa komist mjög nærri báðum heimskautunum, jafn-
vel haldið því fram, að þeir hafi fundið Norður-
heimskautið. Mið-Asía og heimskautalöndin hafa
(25) [a