Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Side 45
manna, og stýrði því um mörg ár, án þess nokkur
fengi við ráöið. Loks var liann myrtur; en stjórnin
í ríki hans batnaði ekki við það. Og enn ráða þar
mongólskir ræningjaílokkar lögum og lofum.
Sven Hedin lagði á stað í hina fyrstu miklu
rannsóknarferð sína á miðjum vetri 1894. Fór hann
á járnbrautum suður um Rússland að Kasþíuhaíi,
þaðan um há-vetur í hinni verstu færð austur um
þvert Turkestan, yfir hina miklu fjallgarða í norð-
austurbrún hálendisins og komst til Pamir um vorið.
Par höfðu Rússar fast aðsetur og fögnuðu honum
eins og þeir ættu í honum hvert bein. í bænum
Pamír, höfuðborg landsins, hafðist hann við um hríð
og fór þaðan rannsóknarferðir út í óbygðirnar. Með-
al annars rannsakaði liann þar gríðarmikið jökulfjall,
sem lieitir Mústagata og er yfir 22,000 fet á hæð.
Reyndi hann að komast upp á jökulinn, en varð frá
að hverfa vegna þess hve loftið var þunt. Hann
þoldi það að vísu sjálfur, en hvorki menn hans eða
vinnudýr. Pá lagði liann um sumarið á eyðimörk-
ina Malka-Takan, sem er austurhluti Pamír-sléttunnar.
Par lenti liann í hinar mestu hörmungar sökum
sandstorma og vatnskorts. Misti flest-alla menn sína
og mestan hluta farangurs síns og komst með mestu
naumindum lifandi til mannabygða. Hann lét þó
ekki þetta á sig fá, en bjó sig út af nýju í Pamir og
lagði á eyðimörkina. í þetta skifti gekk honum bet-
ur. Náði hann þá til stöðuvatnsins Lob-nor og kann-
aði löndin umhverfis það, sem áður voru ókunn með
öllu. Paðan hélt hann austur á bóginn, yfir fjall-
garða mikla norður af Tibet og eyðimerkur í Mon-
gólíu, fullar af ræningjaflokkum, hvar sem bjargvæn-
legur blettur var fj'rir. Loks náði hann til Peking í
Kína 2. marz 1897. Paðan fór hann vestur um endi-
langa Síberíu heimleiðis.
Síðari ferðir Sven Hedins liafa verið beint fram-
hald af þessari fyrstu. í 16 ár hefir liann haldið
(31)