Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Qupperneq 78
Fiskveiðarannsóknir.
Ymsar pjóðir Norðurálfunnar leggja allmikið fé
af ríkissjóði til pess, að rannsaka fiskigöngur og lífs-
skilyrði fiskanna í höfunum. Einna mest hefir Norð-
ursjórinn verið rannsakaður, pví pangað senda ýmsar
stórpjóðirnar fiskiskip sín. Áður var fiskað á segl-
skipum, en nú er mest farið að fiska par með botn-
vörpuskipum.
Árið 1903 var fiskað í Norðursjónum með 1490
botnvörpuskipum, en árið 1907 með 1720. Af peim
voru 13 frá Svíaríki, 23 frá Belgíu, 68 írá Hollandij
231 írá Þýzkalandi og 1385 frá Bretlandi.
Sem nærri má geta er mergð fiska árlega drepin
með pessum fjölda skipa og pví voða veiðiáhaldi sem
botnvarpan er. Hún skefur hafsbotninn og tekur alt
sem fyrir er, og eyðileggur hrognin, par sem hún fer
yfir. Eru pví margir orðnir hræddir um að botn-
vörpuveiðarnar fækki svo fiskunum og viðkomunni,
að ekki verði tilvinnandi að fiska. í Norðursjónum
er hættan mest, pví hann er víðast svo grunnur, að
alstaðar er hægt að skafa botninn með botnvörpun-
um. Hefir pví verið rannsakað hvort fiskaíjöldinn
sé ekki að minka par, og hefir pað komið fram að
karkoli og aðrir flatfiskar, sem fremur öðrum fisk-
um liggja við hafsbotninn, sé að fækka síðustu árin.
Talið til verðs er porskveiðin mest í Norðursjón-
um, par næst síld, svo ísan og í fjórða flokki karkol-
inn. Af honum veiddist pó par árið 1906 90 miljónir
punda, fyrir 17 miljónir króna.
Ein af tilraunum rannsóknarskipanna í Norður-
sjónum er sú, að merktum flöskum er kastað út, svo
hæfilega fyltum að pær liggja laust við botninn. Eiga
svo fiskiskipin að skila peim flöskum, sem koma í
botnvörpurnar. Að meðaltali á ári hefir verið skilað
54 flöskum af 100. Par af má draga líkur, hversu
mjög skipafjöldinn skefur hafsbotninn.
(64)