Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 83
Ýmsir sjúkdómar:
Mislingar komu snemma sumars 1907 til
Rvíkur og fóru um alt land. Voru mestir í október
til desember, en þeim var lokið í ágúst 1908.
Taugaveiki. 1907 er vissa um 241 sjúkling.
1908 um 334.
Barnaveiki hefir gengið bæði árin allmikil.
Iííghósti enginn 1907, en kom í júní 1908 og
fór um alt land.
Hettusótt. Hennar vart bæði árin.
Skarlatssótt var lítil 1907 og aðeins vart 1908.
Rauðir hundar nokkuð 1907, aðeins vart 1908.
Lungnabólga. 1907 vissa um 179 sjúklinga,
1908 um 317.
Kvefsótt mikil bæði árin.
Garnakvef. 1907 taldir 1450 sjúkl., 1908 1398.
Berklaveiki. 1907 skrásettir 272 sjúkl., sem
hafa fengið lungnatæringu það ár og 134 sjúkl. fengið
veikina í önnur líffæri. 1908 skráðir nýir 280 sjúk-
lingar með lungnatæringu, 179 í öðrum líffærum.
Holdsveiki. 1907 alls á landinu 98 manns,
þar af á holdsveikraspítala 47, og 1908 alls 8S manns,
þar af á holdsveikraspítala 48. (Við árslok 1905 var
tala holdsveikra 113).
Sullaveiki. 1907 82 nýir sjúklingar, 1908 85
cýir sjúklingar. Ekki vart við veikina í 9 héruðum.
Kláði. 1907 taldir veikir 194. 1908 163.
Brennivínsæði. 1907 21 (í Rvík 14). 1908
18 (í Rvík 13).
Alls eru á Iandinu 11 sjúkrahús fyrir algenga
sjúkdóma. — Á geðveikrahælinu á Kleppi voru 1907
sjúkl. 67 og við árslok 1908 62.
Getið er um að víðast séu kirkjur ofnlausar, og
víða ekki þvegnar nema fyrir stórhátíðir.
(69)