Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Qupperneq 84
Smásögur,
,,Lífstykkið“.
Soffía var ung og nýtrúlofuð. Hún var fríð
stúlka en nokkuð gildvaxin; tók hún pví það ráð,
að strengja »lífstykkið« sitt í fastara lagi, svo hún
yrði grönn um mittið, og eftir hennar skoðun fal-
legri í vexti, svo að kærastanum litist sem bezt á
hana. Húslæknirinn tók eftir þessu, og réði henni í
kyrþey frá þvi, að hafa svo þröngt um sig, því það
væri skaðlegt fyrir heilsuna.
fegar læknirinn var farinn, sagði Soffia systrum
sínum frá þvi, hve »karlfauskurinn« hefði verið ósann-
gjarn og afskiftasamur, að hann skyldi vera að skifta
sér af svona smámunum. Pær samsintu henni í þessu,
en mitt í samræðunni kemur kærastinn og sezt á
stól, en tekur engan þátt í samtalinu. Þegar syst-
urnar höfðu rætt um þetta mál fram og aftur, eins
og konum verður oft skrafdrjúgt um búninga, þá
segir Soffía: »Hvað sýnist þér um þetta, Friðrik
minn? Er það ekki satt og rétt, sem við systurnar
höfum sagt?«
»Eg skal segja þér það á m o r g u n « ,
svaraði hann.
Seinni hluta sama dags leiddust þau Soffía og
Friðrik sér til skemtunar út á tún, sem var þá í full-
um blóma. Hann stóð við, og tók upp hjá sér þráð-
arspotta, sem hann batt nokkuð þétt utan um legg-
inn á iífli og sóley. »Pví gerir þú þettaw, segir hún.
»Eg skal segja þér það á morgun«,
svaraði hann. Nokkru síðar gengu þau heim.
Næsta dag gengu þau aftur út á tún, á sama stað
og daginn áður. Voru þá blómin á fíflinum og sól-
eyjunni, ásamt leggjunum niður að bandi, visnuð og
dáin, hangandi niður afllaus. I’riðrik bendir kær-
ustu sinni á blómin og segir: »Nú er eg búinn að
svara þér upp á það, sem þú spurðir mig að í gær«.
(70)